Frétt
SRL slhf., sjóður í rekstri Stefnis kaupir Landey ehf.
Þann 24. apríl sl. var gengið frá kaupum og afhendingu á Landey ehf. frá Eignarhaldsfélaginu Landey til sjóðs í rekstri Stefnis. Sjóðurinn heitir SRL slhf. og munu þau Sigurður Óli Hákonarson og Þorgerður Arna Einarsdóttir starfsmenn Stefnis stýra sjóðnum. Sjóðurinn er að fullu í eigu Arion banka en stefnt er að því að eignarhald sjóðsins muni dreifast á fleiri aðila á komandi árum.
Stefnir hefur um árabil rekið fasteignasjóði sem hafa sérhæft sig í fjárfestingum á íslenskum fasteignamarkaði. Með kaupunum á Landey eru tækifæri til að nýta þá þekkingu við uppbyggingu og þróun á fasteignasafni Landeyjar.
Landey ehf. var stofnað árið 2009 af Arion banka og hefur verið að fullu í eigu bankans.
Helstu eignir Landeyjar eru lóðir á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ, Arnarneshálsi í Garðabæ og við Bygggarða á Seltjarnarnesi.
Fleiri fréttir
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...
30.janúar 2025
Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.
Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...