Frétt
SRL slhf., sjóður í rekstri Stefnis kaupir Landey ehf.
Þann 24. apríl sl. var gengið frá kaupum og afhendingu á Landey ehf. frá Eignarhaldsfélaginu Landey til sjóðs í rekstri Stefnis. Sjóðurinn heitir SRL slhf. og munu þau Sigurður Óli Hákonarson og Þorgerður Arna Einarsdóttir starfsmenn Stefnis stýra sjóðnum. Sjóðurinn er að fullu í eigu Arion banka en stefnt er að því að eignarhald sjóðsins muni dreifast á fleiri aðila á komandi árum.
Stefnir hefur um árabil rekið fasteignasjóði sem hafa sérhæft sig í fjárfestingum á íslenskum fasteignamarkaði. Með kaupunum á Landey eru tækifæri til að nýta þá þekkingu við uppbyggingu og þróun á fasteignasafni Landeyjar.
Landey ehf. var stofnað árið 2009 af Arion banka og hefur verið að fullu í eigu bankans.
Helstu eignir Landeyjar eru lóðir á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ, Arnarneshálsi í Garðabæ og við Bygggarða á Seltjarnarnesi.
Fleiri fréttir
17.desember 2025
Stefnir styður við aukið aðgengi að íbúðum í sameignarformi
Stefnir hefur gert breytingar á sameignarforminu sem sex sjóðir í rekstri fyrirtækisins hafa boðið fasteignarkaupendum í samvinnu við byggingaraðila...
20.nóvember 2025
Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA
Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...
28.október 2025
Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana
Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.