Frétt
SRL slhf., sjóður í rekstri Stefnis kaupir Landey ehf.
Þann 24. apríl sl. var gengið frá kaupum og afhendingu á Landey ehf. frá Eignarhaldsfélaginu Landey til sjóðs í rekstri Stefnis. Sjóðurinn heitir SRL slhf. og munu þau Sigurður Óli Hákonarson og Þorgerður Arna Einarsdóttir starfsmenn Stefnis stýra sjóðnum. Sjóðurinn er að fullu í eigu Arion banka en stefnt er að því að eignarhald sjóðsins muni dreifast á fleiri aðila á komandi árum.
Stefnir hefur um árabil rekið fasteignasjóði sem hafa sérhæft sig í fjárfestingum á íslenskum fasteignamarkaði. Með kaupunum á Landey eru tækifæri til að nýta þá þekkingu við uppbyggingu og þróun á fasteignasafni Landeyjar.
Landey ehf. var stofnað árið 2009 af Arion banka og hefur verið að fullu í eigu bankans.
Helstu eignir Landeyjar eru lóðir á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ, Arnarneshálsi í Garðabæ og við Bygggarða á Seltjarnarnesi.
Fleiri fréttir
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...