Frétt
Sjóðir Stefnis eru meðal fjárfesta í Arion banka hf.
Frumútboði hlutabréfa Arion banka er lokið og hafa hlutabréf bankans verið tekin til viðskipta í kauphöll. Nokkrir sjóðir í rekstri Stefnis fjárfestu í bankanum í hlutafjárútboðinu. Um eftirtalda sjóði er að ræða:
- Stefnir – ÍS-5
- Stefnir – ÍS-15
- Stefnir – Samval
- Eignaval – Hlutabréf
- Eignaval B
- Eignaval C
Arion banki er móðurfélag Stefnis sem mögulega getur leitt af sér hagsmunaárekstra. Stefnir hefur innleitt margvíslegar reglur og ráðstafanir sem m.a. er ætlað að taka á hagsmunaárekstrum og tryggja að starfsmenn félagsins líti með hlutlægum hætti á fjárfestingarkosti. Þar á meðal er stefna um hagsmunaárekstra sem birt er á heimasíðu félagsins.
Í samræmi við lög og reglur horfir Stefnir aðeins til hagsmuna hlutdeildarskírteinishafa sinna þegar ákvörðun um fjárfestingu er tekin. Það er mat Stefnis að fjárfesting í Arion banka þjóni hagsmunum sjóðanna. Ekki verða gefnar út frekari almennar tilkynningar vegna kaupa eða sölu sjóða í rekstri Stefnis með hluti í Arion banka hf.
Allar nánari upplýsingar veitir Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis, floki.halldorsson@stefnir.is
Fleiri fréttir
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...