Frétt
Skuldabréfasjóðir Stefnis verðlaunaðir annað árið í röð
Stefnir hefur verið verðlaunaður annað árið í röð af breska fagtímaritinu World Finance Magazine fyrir bestu eignastýringu á Íslandi á sviði skuldabréfa.
World Finance er alþjóðlegt fagtímarit á sviði fjármála og veitir árlega verðlaun þeim fyrirtækjum sem hafa sýnt framúrskarandi árangur að þeirra mati. Við veitingu verðlaunanna til Stefnis var m.a. horft til þátta er snúa að langtíma árangri, áhættustýringu og innri stjórnarháttum.
Í nýjasta tölublaði tímaritsins er að finna viðtal við Önnu Kristjánsdóttur forstöðumann skuldabréfateymis Stefnis. Í viðtalinu fjallar Anna um tækifæri á skuldabréfamarkaði á Íslandi, mikilvægi gagnsæis í eignastýringarstarfsemi og hvaða áskorunum markaðurinn stendur frammi fyrir nú.
Viðtalið við Önnu í World Finance má finna í heild sinni hér.
Skuldabréfasjóði Stefnis má finna á sjóðasíðu félagsins hér.
Fleiri fréttir
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...
30.janúar 2025
Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.
Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...