Frétt
Skuldabréfasjóðir Stefnis verðlaunaðir annað árið í röð
Stefnir hefur verið verðlaunaður annað árið í röð af breska fagtímaritinu World Finance Magazine fyrir bestu eignastýringu á Íslandi á sviði skuldabréfa.
World Finance er alþjóðlegt fagtímarit á sviði fjármála og veitir árlega verðlaun þeim fyrirtækjum sem hafa sýnt framúrskarandi árangur að þeirra mati. Við veitingu verðlaunanna til Stefnis var m.a. horft til þátta er snúa að langtíma árangri, áhættustýringu og innri stjórnarháttum.
Í nýjasta tölublaði tímaritsins er að finna viðtal við Önnu Kristjánsdóttur forstöðumann skuldabréfateymis Stefnis. Í viðtalinu fjallar Anna um tækifæri á skuldabréfamarkaði á Íslandi, mikilvægi gagnsæis í eignastýringarstarfsemi og hvaða áskorunum markaðurinn stendur frammi fyrir nú.
Viðtalið við Önnu í World Finance má finna í heild sinni hér.
Skuldabréfasjóði Stefnis má finna á sjóðasíðu félagsins hér.
Fleiri fréttir
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...