Frétt

25. september 2018

Skuldabréfasjóðir Stefnis verðlaunaðir annað árið í röð

Skuldabréfasjóðir Stefnis verðlaunaðir annað árið í röð

Stefnir hefur verið verðlaunaður annað árið í röð af breska fagtímaritinu World Finance Magazine fyrir bestu eignastýringu á Íslandi á sviði skuldabréfa.

World Finance er alþjóðlegt fagtímarit á sviði fjármála og veitir árlega verðlaun þeim fyrirtækjum sem hafa sýnt framúrskarandi árangur að þeirra mati. Við veitingu verðlaunanna til Stefnis var m.a. horft til þátta er snúa að langtíma árangri, áhættustýringu og innri stjórnarháttum.

Í nýjasta tölublaði tímaritsins er að finna viðtal við Önnu Kristjánsdóttur forstöðumann skuldabréfateymis Stefnis. Í viðtalinu fjallar Anna um tækifæri á skuldabréfamarkaði á Íslandi, mikilvægi gagnsæis í eignastýringarstarfsemi og hvaða áskorunum markaðurinn stendur frammi fyrir nú.

Viðtalið við Önnu í World Finance má finna í heild sinni hér.

Skuldabréfasjóði Stefnis má finna á sjóðasíðu félagsins hér.

 

 

Til baka

Fleiri fréttir

17.desember 2025

Stefnir styður við aukið aðgengi að íbúðum í sameignarformi

Stefnir hefur gert breytingar á sameignarforminu sem sex sjóðir í rekstri fyrirtækisins hafa boðið fasteignarkaupendum í samvinnu við byggingaraðila...

20.nóvember 2025

Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA

Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.