Frétt
Vegna fréttar í ViðskiptaMogganum 28. ágúst 2019
Fullyrðingar í frétt ViðskiptaMoggans í dag um þöggun hagsmunaárekstra í starfsemi Stefnis eru úr lausu lofti gripnar og er þeim vísað á bug.
Stefnir er fjármálafyrirtæki og starfar með leyfi Fjármálaeftirlitsins. Fjölmargar innri og ytri reglur gilda í starfsemi félagsins og leggur Stefnir mikla áherslu á reglufylgni. Vakni grunur um brot í starfsemi félagsins er þeim vísað til innri eftirlitsaðila og eftir atvikum til viðeigandi yfirvalda. Komi í ljós að hagsmunaárekstrar hafi skaðað hagsmuni viðskiptavina félagsins ber að tilkynna þeim um slíkt enda er hlutverk Stefnis að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna. Stefnir býr ekki yfir upplýsingum sem benda til þess að hagsmunir viðskiptavina hafi skaðast í starfsemi félagsins.
Fleiri fréttir
28.október 2025
Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana
Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.
11.september 2025
Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum
Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...