Frétt

12. febrúar 2020

Stefnir og Kolviður gera samning um kolefnisjöfnun

Stefnir og Kolviður gera samning um kolefnisjöfnun

Stefnir vill sýna samfélagslega ábyrgð í verki og höfum við nú stigið það skref að kolefnisjafna rekstur Stefnis.

Í dag gengum við til samnings við Kolvið um bindingu þeirrar kolefnislosunar sem hlýst af losun í starfsemi félagsins m.a. vegna bílferða starfsmanna í og úr vinnu auk flugsamgangna. Kolviður mun binda kolefni í gróðri og jarðvegi með landgræðslu og skógrækt á móti þeirri kolefnislosun sem á sér stað því tengdu. Samstarfið felur í sér að Kolviður mun gróðursetja um 500 tré á árinu.

Við viljum hvetja viðskiptavini okkar, samstarfsaðila og fyrirtækin í landinu til að gera slíkt hið sama.

 

Til baka

Fleiri fréttir

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...

30.janúar 2025

Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.

Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...