Frétt

12. febrúar 2020

Stefnir og Kolviður gera samning um kolefnisjöfnun

Stefnir og Kolviður gera samning um kolefnisjöfnun

Stefnir vill sýna samfélagslega ábyrgð í verki og höfum við nú stigið það skref að kolefnisjafna rekstur Stefnis.

Í dag gengum við til samnings við Kolvið um bindingu þeirrar kolefnislosunar sem hlýst af losun í starfsemi félagsins m.a. vegna bílferða starfsmanna í og úr vinnu auk flugsamgangna. Kolviður mun binda kolefni í gróðri og jarðvegi með landgræðslu og skógrækt á móti þeirri kolefnislosun sem á sér stað því tengdu. Samstarfið felur í sér að Kolviður mun gróðursetja um 500 tré á árinu.

Við viljum hvetja viðskiptavini okkar, samstarfsaðila og fyrirtækin í landinu til að gera slíkt hið sama.

 

Til baka

Fleiri fréttir

17.desember 2025

Stefnir styður við aukið aðgengi að íbúðum í sameignarformi

Stefnir hefur gert breytingar á sameignarforminu sem sex sjóðir í rekstri fyrirtækisins hafa boðið fasteignarkaupendum í samvinnu við byggingaraðila...

20.nóvember 2025

Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA

Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.