Frétt

13. mars 2020

Kristbjörg M. Kristinsdóttir með erindi um virkt eignarhald og meðferð umboðsatkvæða hjá Stefni á ráðstefnu Iceland SIF

Kristbjörg M. Kristinsdóttir með erindi um virkt eignarhald og meðferð umboðsatkvæða hjá Stefni á ráðstefnu Iceland SIF

Kristbjörg M. Kristinsdóttir, rekstrarstjóri Stefnis var með erindi á ráðstefnu Iceland SIF um virkt eignarhald á Íslandi sem var haldin á Grand Hóteli 4. mars síðastliðinn.

Kristbjörg fór yfir hlutverk Stefnis og hvað það þýðir að vera virkur eigandi hlutafjár í skráðum félögum sem notast við aðferðafræði virks eignarhalds:

,,Við beitum okkur sem virkir fjárfestar til þess að búa til virði fyrir fjárfestanna okkar. Að fjárfesta í sjóði er góð leið til áhættudreifingar og Stefnir sem sjóðstýringarfyrirtæki miðlar sínum áherslum til fjárfesta sinna með til dæmis að setja sér stefnu um meðferð umboðsatkvæða. Þar kemur skýrt fram hvaða afstaða er tekin í ákveðnum málaflokkum. Með því að birta atkvæðagreiðslur okkar á hluthafafundum geta okkar fjárfestar séð hvort þeir séu sammála þeirri nálgun sem við beitum“.

Stefnir veitir ítarlegar upplýsingar um ábyrgar fjárfestingar, stjórnarhætti og atkvæðagreiðslur á hluthafafundum á vefsíðu sinni www.stefnir.is.

Auk þess má finna nánari upplýsingar um viðburðinn á vefsíðu Iceland SIF.

Kynntu þér málið.

Til baka

Fleiri fréttir

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...