Frétt

13. mars 2020

Kristbjörg M. Kristinsdóttir með erindi um virkt eignarhald og meðferð umboðsatkvæða hjá Stefni á ráðstefnu Iceland SIF

Kristbjörg M. Kristinsdóttir með erindi um virkt eignarhald og meðferð umboðsatkvæða hjá Stefni á ráðstefnu Iceland SIF

Kristbjörg M. Kristinsdóttir, rekstrarstjóri Stefnis var með erindi á ráðstefnu Iceland SIF um virkt eignarhald á Íslandi sem var haldin á Grand Hóteli 4. mars síðastliðinn.

Kristbjörg fór yfir hlutverk Stefnis og hvað það þýðir að vera virkur eigandi hlutafjár í skráðum félögum sem notast við aðferðafræði virks eignarhalds:

,,Við beitum okkur sem virkir fjárfestar til þess að búa til virði fyrir fjárfestanna okkar. Að fjárfesta í sjóði er góð leið til áhættudreifingar og Stefnir sem sjóðstýringarfyrirtæki miðlar sínum áherslum til fjárfesta sinna með til dæmis að setja sér stefnu um meðferð umboðsatkvæða. Þar kemur skýrt fram hvaða afstaða er tekin í ákveðnum málaflokkum. Með því að birta atkvæðagreiðslur okkar á hluthafafundum geta okkar fjárfestar séð hvort þeir séu sammála þeirri nálgun sem við beitum“.

Stefnir veitir ítarlegar upplýsingar um ábyrgar fjárfestingar, stjórnarhætti og atkvæðagreiðslur á hluthafafundum á vefsíðu sinni www.stefnir.is.

Auk þess má finna nánari upplýsingar um viðburðinn á vefsíðu Iceland SIF.

Kynntu þér málið.

Til baka

Fleiri fréttir

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...

30.janúar 2025

Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.

Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...