Frétt

27. mars 2020

Ný stjórn kosin á aðalfundi Stefnis

Ný stjórn kosin á aðalfundi Stefnis

Á aðalfundi Stefnis þann 27. mars 2020 voru gerðar breytingará samþykktum Stefnis hf. sem fela í sér að stjórn félagsins er nú skipuð þremur einstaklingum í stað fimm auk lögákveðins fjölda varamanna.

Á þessum tímamótum hafa Flóki Halldórsson, Kristján Jóhannsson, Ragnhildur Sóphusdóttir og Þórður Sverrisson gengið úr stjórn Stefnis. Í þeirra stað koma ný inn í stjórnina þau Guðfinna Helgadóttir sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá Arion banka og Jón Óttar Birgisson framkvæmdastjóri. Guðfinna og Jón Óttar hafa bæði fjölbreytta reynslu af fjármálamarkaði og eignastýringartengdri starfsemi.

Stjórn skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi nýkosinnar stjórnar og Sigrún Ragna Ólafsdóttir mun áfram gegna stjórnarformennsku. 

 

Til baka

Fleiri fréttir

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...