Frétt
Ný stjórn kosin á aðalfundi Stefnis
Á aðalfundi Stefnis þann 27. mars 2020 voru gerðar breytingará samþykktum Stefnis hf. sem fela í sér að stjórn félagsins er nú skipuð þremur einstaklingum í stað fimm auk lögákveðins fjölda varamanna.
Á þessum tímamótum hafa Flóki Halldórsson, Kristján Jóhannsson, Ragnhildur Sóphusdóttir og Þórður Sverrisson gengið úr stjórn Stefnis. Í þeirra stað koma ný inn í stjórnina þau Guðfinna Helgadóttir sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá Arion banka og Jón Óttar Birgisson framkvæmdastjóri. Guðfinna og Jón Óttar hafa bæði fjölbreytta reynslu af fjármálamarkaði og eignastýringartengdri starfsemi.
Stjórn skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi nýkosinnar stjórnar og Sigrún Ragna Ólafsdóttir mun áfram gegna stjórnarformennsku.
Fleiri fréttir
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...
30.janúar 2025
Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.
Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...