Frétt
Stefnir er aðili að viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar
Stefnir hefur á síðustu árum stigið mikilvæg skref í því að vera leiðandi í ábyrgum fjárfestingum. Við erum aðilar að meginreglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI) og stofnaðili Iceland SIF, vettvangs til að efla þekkingu og auka umræður um ábyrgar fjárfestingar.
Það er mikilvægt að þeim skuldbindingum sem við höfum tekist á hendur sé fylgt eftir með markvissum hætti. Í september undirritaði Jóhann Möller framkvæmdastjóri Stefnis viljayfirlýsingu ásamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og fjölmörgum aðilum sem fara fyrir eignum á íslenskum fjármálamarkaði.
Fjármagn er mikilvægt hreyfiafl í mótun atvinnulífs og atvinnusköpunar í þeirri uppbyggingu sem framundan er. Ákvarðanir sem teknar eru í dag munu hafa mikil áhrif á framþróun næstu ára og því mikilvægt að þær séu teknar með sjálfbærni að leiðarljósi. Með því að nýta fjármagn með markvissum aðgerðum er hægt að viðhalda sjálfbærri þróun og á sama tíma að efla samkeppnishæfni þjóða og framtíð komandi kynslóða.
Stefnir hefur innleitt stefnu um ábyrgar fjárfestingar í starfsemi sinni og er hana að finna hér.
Viljayfirlýsinguna í heild sinni má finna hér.
Fleiri fréttir
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...