Frétt
Stefnir – Vaxtasjóður, nýr sjóður hjá Stefni sem fjárfestir í dreifðu safni skuldabréfa
Stefnir hefur stofnað nýjan fjárfestingarsjóð, Stefni – Vaxtasjóð. Sjóðurinn fjárfestir í dreifðu safni innlendra og erlendra skuldabréfa útgefnum af fyrirtækjum, fjármálastofnunum, opinberum aðilum og fleirum. Sjóðurinn nýtir sömuleiðis þau tækifæri sem gefast til kaupa í grænum og sjálfbærum skuldabréfum fyrirtækja sem standa til boða.
„Við sjáum mikil tækifæri í fyrirtækjaútgáfum, bæði skuldabréfum og víxlum, það er markmið okkar að styðja við þessa þróun eins og okkur er kostur. Við viljum bjóða okkar viðskiptavinum fjölbreytt sjóðaúrval og margir leita nú í sjóði sem gefa hærri ávöxtun en gengur og gerist á innlánsreikningum og styttri sjóðum. Stefnir – Vaxtasjóður gæti því hentað þeim sem vilja leita í ávöxtun tryggra útgefenda til lengri tíma sem þó getur sveiflast nokkuð í takt við breytingar á markaði“ segir Sævar Ingi Haraldsson sjóðstjóri Stefnis – Vaxtasjóðs.
Sjóðurinn hentar einstaklingum, lögaðilum og fagfjárfestum. Allar upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu Stefnis s.s. lykilupplýsingar og útboðslýsingu. Viðskipti með sjóðinn fram í netbanka Arion banka þar sem veittur er 25% afsláttur af upphafsþóknun.
Fleiri fréttir
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...