Frétt

27. nóvember 2020

Stefnir – Vaxtasjóður, nýr sjóður hjá Stefni sem fjárfestir í dreifðu safni skuldabréfa

Stefnir – Vaxtasjóður, nýr sjóður hjá Stefni sem fjárfestir í dreifðu safni skuldabréfa

Stefnir hefur stofnað nýjan fjárfestingarsjóð, Stefni – Vaxtasjóð. Sjóðurinn fjárfestir í dreifðu safni innlendra og erlendra skuldabréfa útgefnum af fyrirtækjum, fjármálastofnunum, opinberum aðilum og fleirum. Sjóðurinn nýtir sömuleiðis þau tækifæri sem gefast til kaupa í grænum og sjálfbærum skuldabréfum fyrirtækja sem standa til boða.

„Við sjáum mikil tækifæri í fyrirtækjaútgáfum, bæði skuldabréfum og víxlum, það er markmið okkar að styðja við þessa þróun eins og okkur er kostur. Við viljum bjóða okkar viðskiptavinum fjölbreytt sjóðaúrval og margir leita nú í sjóði sem gefa hærri ávöxtun en gengur og gerist á innlánsreikningum og styttri sjóðum. Stefnir – Vaxtasjóður gæti því hentað þeim sem vilja leita í ávöxtun tryggra útgefenda til lengri tíma sem þó getur sveiflast nokkuð í takt við breytingar á markaði“ segir Sævar Ingi Haraldsson sjóðstjóri Stefnis – Vaxtasjóðs.

Sjóðurinn hentar einstaklingum, lögaðilum og fagfjárfestum. Allar upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu Stefnis s.s. lykilupplýsingar og útboðslýsingu. Viðskipti með sjóðinn fram í netbanka Arion banka þar sem veittur er 25% afsláttur af upphafsþóknun.

 

Til baka

Fleiri fréttir

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...

30.janúar 2025

Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.

Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...