Frétt

01. mars 2021

Breyttar áherslur hjá Stefni – Scandinavian Fund – ESG

Breyttar áherslur hjá Stefni – Scandinavian Fund – ESG

Stefnir hefur nú breytt áherslum Stefnis – Scandinavian Fund – ESG á þá leið að honum verður stýrt samkvæmt þematískri aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga. Sjóðstjórar Stefnis hafa valið ákveðin heimsmarkmið sem falla vel að stefnu sjóðsins og verða þau sérstaklega höfð að leiðarljósi við fjárfestingar hjá sjóðnum.

Þessi heimsmarkmið eru:

  • Heilsa og vellíðan
  • Jafnrétti kynjanna
  • Sjálfbær orka
  • Nýsköpun og uppbygging
  • Ábyrg neysla og framleiðsla
  • Aðgerðir í loftslagsmálum

Sjóðurinn er metinn af MSCI og er með hæstu einkunn AAA sem staðsetur sjóðinn meðal fremstu sjóða sem tileinka sér stýringu sem tekur tillit til umhverfismála, félagslegra þátta og góðra stjórnarhátta.

Við hjá Stefni erum verulega stolt af þessari breytingu á sjóðnum sem mun sem fyrr fjárfesta í leiðandi fyrirtækjum í Skandinavíu sem standa framarlega verðmætasköpun með sjálfbærum hætti.

Frá vinstri: Per Matts Henje, Tryggvi Páll Hreinsson og Theodór Sölvi Blöndal


Til baka

Fleiri fréttir

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...