Frétt

24. mars 2021

Stefnir lýkur fjármögnun á 16 milljarða framtakssjóði

Stefnir lýkur fjármögnun á 16 milljarða framtakssjóði

Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á 16 milljarða framtakssjóði, SÍA IV. Mikil eftirspurn var meðal fjárfesta og nam heildarfjárhæð áskrifta um 20 milljörðum króna. SÍA IV mun fjárfesta í hlutafé óskráðra fyrirtækja með það að markmiði að taka þátt í verðmætasköpun gegnum uppbyggingu og umbreytingu í rekstri. Auk þess verður lögð áhersla á að fyrirtæki sem sjóðurinn fjárfestir í tileinki sér sjálfbærni og samfélagsábyrgð.

SÍA IV er fjórði sjóðurinn í röð SÍA framtakssjóða sem hófu starfsemi árið 2011 og hafa frá þeim tíma leitt fjárfestingar í íslensku atvinnulífi fyrir yfir 50 milljarða króna. SÍA sjóðirnir hafa undanfarinn áratug átt þátt í því að fjölga fjárfestingarkostum og snertiflötum fjárfesta við innlent atvinnulíf með fjárfestingum í fjölbreyttri flóru fyrirtækja. Þá hafa sjóðirnir tekið þátt í uppbyggingu skráðs hlutabréfamarkaðar hér á landi, bæði með nýskráningum félaga í eigu sjóðanna í kauphöll og sölu til skráðra fyrirtækja.

„Við teljum að á næstu árum verði góð tækifæri til fjárfestinga þar sem við erum að koma úr umhverfi og aðstæðum sem hafa markast af óvissu og biðstöðu. Fyrirtæki sjá tækifæri til að sækja fram og gera umbætur á sínum rekstri sem í mörgum tilvikum mun kalla á aukið hlutafé og breytingar á eignarhaldi. Þá er fjöldi fyrirtækja að færast af frumstigi og yfir á vaxtarstig og þarf á fjármagni og aðkomu nýrra fjárfesta að halda til að raungera áform sín. Með þeim stuðningi sem fjárfestar hafa sýnt okkur er SÍA IV vel í stakk búinn að taka virkan þátt í áframhaldandi uppbyggingu í íslensku atvinnulífi“, segir Arnar Ragnarsson, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni.

 

Frá vinstri: Ari Ólafsson, Arnar Ragnarsson, Heiðar Ingi Ólafsson og Eiríkur Ársælsson.

 

Til baka

Fleiri fréttir

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...