Frétt

14. maí 2021

Stefnir og Golfsamband Íslands í samstarf

Stefnir og Golfsamband Íslands í samstarf

Stefnir og Golfsamband Íslands skrifuðu undir samstarfssamning til þriggja ára á dögunum, en Stefnir er þar með fimmta fyrirtækið í GSÍ fjölskyldunni. Fulltrúar Stefnis og GSÍ hittust á Nesvelli þar sem undirritun samnings fór fram.

Það er mjög ánægjulegt vera orðin hluti af GSÍ fjölskyldunni. Golfíþróttin er í mikilli sókn hér á landi sem fjölskylduíþrótt og við erum stolt af því að fá að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu með áherslu á útivist, heilbrigði og umhverfismál,“ sagði Jóhann Möller framkvæmdastjóri Stefnis.

Brynjar Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ tók í sama streng: „Við hjá Golfsambandi Íslands hlökkum til að eiga í góðu samstarfi við Stefni til framtíðar og fögnum því að fyrirtækið taki þátt í að styrkja og styðja við golfhreyfinguna.

 

Frá vinstri: Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, Kristín María Þorsteinsdóttir, móta- og kynningarstjóri GSÍ, Jóhann G. Möller, framkvæmdastjóri Stefnis, Kristbjörg M. Kristinsdóttir, fjármálastjóri Stefnis. Mynd/seth@golf.is.

 

Til baka

Fleiri fréttir

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...