Frétt

06. desember 2021

Konráð S. Guðjónsson ráðinn aðalhagfræðingur Stefnis

Konráð S. Guðjónsson ráðinn aðalhagfræðingur Stefnis

Konráð S. Guðjónsson, sem hefur verið aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands undanfarin ár, hefur verið ráðinn aðalhagfræðingur Stefnis.

Áður en Konráð tók til starfa hjá Viðskiptaráði var hann í þrjú ár í greiningardeild Arion banka. Þá starfaði hann um hríð sem hagfræðingur á skrifstofu forseta Tansaníu, hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og var starfsnemi hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Úganda.

Konráð er með meistaragráðu í hagfræði frá Warwick háskóla í Bretlandi og BS-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands.


Til baka

Fleiri fréttir

20.nóvember 2025

Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA

Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...