Frétt

30. júní 2022

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiddi í dag út arð til 881 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 7,3 kr. á hlut. Sjóðurinn er sá eini sinnar tegundar hér á landi sem greiðir uppsafnaðar arðgreiðslur til sjóðfélaga en sjóðurinn greiðir út arð einu sinni á ári.

Markmið sjóðsins er að veita fjárfestum kost á að fjárfesta í sjóði sem fjárfestir í félögum sem hafa sögulega greitt arð og/eða eru líkleg til að greiða arð innan 12 mánaða. Sjóðurinn fjárfestir fyrst og fremst í hlutabréfum íslenskra hlutafélaga og hlutafélaga með starfsemi á Íslandi, sem skráð eru í NASDAQ OMX Nordic Iceland, First North markaðnum, eða annarri viðurkenndri kauphöll eða markaðstorgi fjármálagerninga.

 

Óðinn Árnason

Þorsteinn Andri Haraldsson
Til baka

Fleiri fréttir

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...