Frétt
Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga
Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiddi í dag út arð til 881 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 7,3 kr. á hlut. Sjóðurinn er sá eini sinnar tegundar hér á landi sem greiðir uppsafnaðar arðgreiðslur til sjóðfélaga en sjóðurinn greiðir út arð einu sinni á ári.
Markmið sjóðsins er að veita fjárfestum kost á að fjárfesta í sjóði sem fjárfestir í félögum sem hafa sögulega greitt arð og/eða eru líkleg til að greiða arð innan 12 mánaða. Sjóðurinn fjárfestir fyrst og fremst í hlutabréfum íslenskra hlutafélaga og hlutafélaga með starfsemi á Íslandi, sem skráð eru í NASDAQ OMX Nordic Iceland, First North markaðnum, eða annarri viðurkenndri kauphöll eða markaðstorgi fjármálagerninga.
Óðinn Árnason
Fleiri fréttir
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...
30.janúar 2025
Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.
Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...