Frétt

30. júní 2022

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiddi í dag út arð til 881 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 7,3 kr. á hlut. Sjóðurinn er sá eini sinnar tegundar hér á landi sem greiðir uppsafnaðar arðgreiðslur til sjóðfélaga en sjóðurinn greiðir út arð einu sinni á ári.

Markmið sjóðsins er að veita fjárfestum kost á að fjárfesta í sjóði sem fjárfestir í félögum sem hafa sögulega greitt arð og/eða eru líkleg til að greiða arð innan 12 mánaða. Sjóðurinn fjárfestir fyrst og fremst í hlutabréfum íslenskra hlutafélaga og hlutafélaga með starfsemi á Íslandi, sem skráð eru í NASDAQ OMX Nordic Iceland, First North markaðnum, eða annarri viðurkenndri kauphöll eða markaðstorgi fjármálagerninga.

 

Óðinn Árnason

Þorsteinn Andri Haraldsson
Til baka

Fleiri fréttir

17.desember 2025

Stefnir styður við aukið aðgengi að íbúðum í sameignarformi

Stefnir hefur gert breytingar á sameignarforminu sem sex sjóðir í rekstri fyrirtækisins hafa boðið fasteignarkaupendum í samvinnu við byggingaraðila...

20.nóvember 2025

Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA

Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.