Frétt

29. júlí 2022

Stefnir tekur þátt í Einvíginu á Nesinu

Stefnir tekur þátt í Einvíginu á Nesinu

Stefnir hf. styrkir eitt vinsælasta golfmót ársins, Einvígið á Nesinu, en mótið er góðgerðamót sem haldið er á vegum Nesklúbbsins á Seltjarnarnesi. Mótið er nú haldið í 26 skiptið en mótið fór fyrst fram 1996, árið sem Stefnir hf. var stofnað. Mótið er haldið á frídegi verslunarmanna, mánudaginn 1. ágúst og hefst kl. 13:00.

Margir af bestu kylfingum landsins munu taka þátt og leika í þágu góðs málefnis. Stefnir gefur vinningsupphæðina, eina milljón króna, sem mun að þessu sinni renna til stuðnings félagsins Einstakra barna

Nánar má lesa um mótið á golf.is.

 

Til baka

Fleiri fréttir

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...

30.janúar 2025

Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.

Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...