Frétt

28. mars 2023

Nýr sjö milljarða sjóður hjá Stefni gefur út skuldabréf á First North

Nýr sjö milljarða sjóður hjá Stefni gefur út skuldabréf á First North

SÍL 2 hs, nýr lánasjóður í rekstri Stefnis kláraði fyrstu innköllun frá fjárfestum í síðustu viku með útgáfu skuldabréfs sem skráð var á First North. Fyrsta fjárfesting sjóðsins nam 3.170 m.kr. en áskriftarloforð sjóðsins eru 7 ma.kr. Sjóðurinn starfar á lánamarkaði til innlendra lögaðila og ávaxtar fjármuni með útgáfu skuldabréfs. Fjárfestingartímabil sjóðsins eru 30 mánuðir en skuldabréfið er á gjalddaga í lok árs 2029. Þeir sem lögðu sjóðnum til fé eru einkum fagfjárfestar og hafa margir hverjir fylgt Stefni í gegnum þá fjölmörgu lánasjóði sem Stefnir hefur starfrækt í hátt í tvo áratugi.

Stefnir stýrir nú um 25 ma.kr. í sérhæfðum sjóðum sem fjárfesta í lánum til fyrirtækja og sjáum við fram á að eignaflokkurinn muni stækka nokkuð á næstu misserum.

Anna Kristjánsdóttir leiðir teymi skráðra og óskráðra skuldabréfa hjá Stefni.

 

Til baka

Fleiri fréttir

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...

30.janúar 2025

Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.

Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...