Frétt

28. mars 2023

Nýr sjö milljarða sjóður hjá Stefni gefur út skuldabréf á First North

Nýr sjö milljarða sjóður hjá Stefni gefur út skuldabréf á First North

SÍL 2 hs, nýr lánasjóður í rekstri Stefnis kláraði fyrstu innköllun frá fjárfestum í síðustu viku með útgáfu skuldabréfs sem skráð var á First North. Fyrsta fjárfesting sjóðsins nam 3.170 m.kr. en áskriftarloforð sjóðsins eru 7 ma.kr. Sjóðurinn starfar á lánamarkaði til innlendra lögaðila og ávaxtar fjármuni með útgáfu skuldabréfs. Fjárfestingartímabil sjóðsins eru 30 mánuðir en skuldabréfið er á gjalddaga í lok árs 2029. Þeir sem lögðu sjóðnum til fé eru einkum fagfjárfestar og hafa margir hverjir fylgt Stefni í gegnum þá fjölmörgu lánasjóði sem Stefnir hefur starfrækt í hátt í tvo áratugi.

Stefnir stýrir nú um 25 ma.kr. í sérhæfðum sjóðum sem fjárfesta í lánum til fyrirtækja og sjáum við fram á að eignaflokkurinn muni stækka nokkuð á næstu misserum.

Anna Kristjánsdóttir leiðir teymi skráðra og óskráðra skuldabréfa hjá Stefni.

 

Til baka

Fleiri fréttir

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...