Frétt

19. apríl 2023

Arion banki og Stefnir styrkja Yrkju – sjóð æskunnar til ræktunar landsins

Arion banki og Stefnir styrkja Yrkju – sjóð æskunnar til ræktunar landsins

Arion banki og Stefnir styrktu nýverið Yrkju – sjóð æskunnar til ræktunar landsins um samtals fjórar milljónir króna. Styrkurinn verður nýttur til kaupa á trjáplöntum sem úthlutað verður til grunnskólabarna um land allt og munu þau sjá um að planta trjánum.

Yrkjusjóður var stofnaður 1990 fyrir tilstilli Vigdísar Finnbogadóttur sem er verndari sjóðsins. Á hverju ári síðustu 30 ár hafa um 10 þúsund nemendur um land allt plantað trjáplöntum fyrir tilstilli sjóðsins og er markmiðið að svo verði einnig í ár.

Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samstarfssamningsins. Á myndinni eru Jónatan Garðarsson, stjórnarformaður Skógræktarfélags Íslands, Andri Snær Magnason, stjórnarformaður Yrkjusjóðs, Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, Hlédís Sigurðardóttir, sjálfbærnistjóri Arion banka, og Dýri Kristjánsson, sjóðstjóri Stefnis – Grænavals.

 

Til baka

Fleiri fréttir

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...