Frétt
Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda
Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti. Nýlega var tekinn saman fjármagnaður útblástur gróðurhúsalofttegunda frá eignum sjóða í rekstri Stefnis og birtum við því tengt skýrslu þar sem koma fram meðal annars upplýsingar um losunarstyrk fjárfestingar fyrir hverja 1. mkr. fjárfesta í tilteknum sjóðum.
Aðferðafræðin sem notuð er við útreikninginn byggir á aðferðafræði Partnership for Carbon Accounting Financials (PCAF), alþjóðlegs samstarfsvettvangs fjármálafyrirtækja sem hefur það meginmarkmið að samræma mat á umfangi losunar gróðurhúsalofttegunda. Upplýsingarnar byggja á punktstöðu eigna sjóða þann 31.12.2022.
Skýrslan er aðgengileg hér.
Kristbjörg M. Kristinsdóttir, fjármálastjóri Stefnis, tók saman nokkrar hugleiðingar um fjármagnaðan útblástur í Viðskiptablaðinu þann 28.8.2023 sem má nálgast hér.
Fleiri fréttir
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...