Frétt

29. ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti. Nýlega var tekinn saman fjármagnaður útblástur gróðurhúsalofttegunda frá eignum sjóða í rekstri Stefnis og birtum við því tengt skýrslu þar sem koma fram meðal annars upplýsingar um losunarstyrk fjárfestingar fyrir hverja 1. mkr. fjárfesta í tilteknum sjóðum.

Aðferðafræðin sem notuð er við útreikninginn byggir á aðferðafræði Partnership for Carbon Accounting Financials (PCAF), alþjóðlegs samstarfsvettvangs fjármálafyrirtækja sem hefur það meginmarkmið að samræma mat á umfangi losunar gróðurhúsalofttegunda. Upplýsingarnar byggja á punktstöðu eigna sjóða þann 31.12.2022.

Skýrslan er aðgengileg hér.

Kristbjörg M. Kristinsdóttir, fjármálastjóri Stefnis, tók saman nokkrar hugleiðingar um fjármagnaðan útblástur í Viðskiptablaðinu þann 28.8.2023 sem má nálgast hér.

 

Til baka

Fleiri fréttir

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...

30.janúar 2025

Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.

Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...