Frétt
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Greining, sjálfbærni og sjálfvirkni
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan teymisins Greining, sjálfbærni og sjálfvirkni.
Helstu verkefni fela í sér mat á fjárfestingarkostum og atvinnugreinum til að styðja við ákvarðanatöku fjárfestingarteyma félagsins auk ýmissa verkefna sem snúa að rekstri sjóða og félagsins.
Helstu verkefni:
- Greining á mörkuðum, atvinnugreinum og fjárfestingarkostum
- Gerð verðmata og arðsemisútreikninga
- Skýrslugjöf og framsetning gagna
- Gerð kynningarefnis
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. fjármál, viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði eða sambærilegt
- Þekking og áhugi á viðskiptum
- Nákvæm og góð vinnubrögð
- Færni í upplýsingamiðlun
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af fjármálamarkaði er kostur
Ráðningarferlið fer fram í gegnum Opus Futura:
- Opus Futura er ráðningarvettvangur sem tryggir hlutlægt, nafnlaust og sanngjarnt ráðningarferli.
- Umsækjendur sækja um með því að fylla út prófíl á www.opusfutura.is
- Pörun við starfið fer fram í gegnum kerfið, ef pörun verður fær umsækjandi tilkynningu og getur þá ákveðið hvort hann vilji halda áfram í ferlinu.
Umsóknarfrestur: Síðasti pörunardagur er 26. júní 2025.
Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Fleiri fréttir
17.desember 2025
Stefnir styður við aukið aðgengi að íbúðum í sameignarformi
Stefnir hefur gert breytingar á sameignarforminu sem sex sjóðir í rekstri fyrirtækisins hafa boðið fasteignarkaupendum í samvinnu við byggingaraðila...
20.nóvember 2025
Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA
Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...
28.október 2025
Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana
Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.