Frétt

20. nóvember 2025

Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA

Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA

Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar. Markmið sjóðsins er að hámarka arðsemi hluthafa með fjárfestingum tengdum íslensku atvinnulífi. Sjóðurinn er áhrifafjárfestir og er með virka aðkomu að stjórnun og áherslum þeirra félaga sem hann fjárfestir. Sjóðurinn fellur undir 8.gr SFDR og hefur því skilgreint verklag í tengslum við umhverfis- og félagsþætti sem horft verður til við mat á fjárfestingarkostum.

SÍA V er fimmti sjóðurinn í röð SÍA framtakssjóða sem hófu starfsemi árið 2011 og hafa frá þeim tíma leitt fjárfestingar fyrir um 50 milljarða króna. Frá upphafi hefur SÍA fjárfest í samtals 18 fyrirtækjum og hafa sex þeirra verið skráð í kauphallir hér á landi eða erlendis.

„Við erum virkilega þakklát fyrir traustið og stuðninginn frá núverandi og nýjum fjárfestum. SÍA hefur verið vogarafl í íslensku athafnalífi í 15 ár og mun halda áfram þeirri vegferð að skapa verðmæti með virku eignarhaldi.“ segir Páll Ólafsson, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni.

 

 

Til baka

Fleiri fréttir

20.nóvember 2025

Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA

Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...