Ófjárhagslegar upplýsingar

Stefnir gefur út ófjárhagslegar upplýsingar í sjálfbærniskýrslu sinni í annað skiptið árið 2022 og vill með því hvetja aðra til að gera hið sama og stuðla að gagnsærri upplýsingagjöf varðandi þá mikilvægu þætti sem umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir eru í starfsemi félagsins. Stefnir vinnur skráningu ófjárhagslegra upplýsinga eftir UFS viðmiðum NASDAQ.

Stefnir fær upplýsingar vegna umfangs 2 og 3 frá Klöppum en þær eru reiknaðar miðað við hlutfall starfsfólks í lok árs innan höfuðstöðva Arion banka þar sem Stefnir er til húsa. Í ófjárhagslegri upplýsingagjöf félagsins 2021 var losunin reiknuð sem hlutfall þeirra fermetra sem Stefnir nýtir undir starfsemi sína í höfuðstöðvum bankans og er því um breytingu á aðferð að ræða milli ára. Gögn sem snúa að mannauði koma úr mannauðskerfi móðurfélags Stefnis og gögn sem snúa að stjórnarháttum byggja á stjórnarháttayfirlýsingu Stefnis. Ófjárhagslegar upplýsingar hafa verið endurskoðaðar og staðfestar með takmarkaðri vissu af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.

Árangur á árinu 2022

Á árinu 2022 var stofnaður nýr sjóður, Stefnir – Sustainable Arctic Fund sem einblínir á hlutabréfa fjárfestingar á Norðurslóðum með sjálfbærni að leiðarljósi. Einnig var KF Global Equity, erlendur sjóður í stýringu Stefnis, skilgreindur samkvæmt grein 8 (Article 8) í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (e. SFDR). Sjóðurinn upplýsir þannig um hvernig tekið er tillit til áhrifa á sjálfbærni í fjárfestingarákvörðunum sínum og er þetta fyrsti sjóður í stýringu innlends aðila sem hefur skilgreint sig með þessum hætti.

Stefnir stofnaði þrjá sjóði sem taka sérstaklega mið af sjálfbærni á árinu 2021 og félagið hefur verið leiðandi í framboði á sjóðum á sviði ábyrgra fjárfestinga (UFS-sjóðum). Sjóðirnir eru „Stefnir -Scandinavian Fund - ESG“, „Stefnir – Sjálfbær skuldabréf“ og „Stefnir – Grænaval“. Stefnir – Scandinavian Fund ESG hefur hlotið AAA-einkunn MSCI, þá hæstu sem veitt er og er hann fyrstur íslenskra sjóða til að hljóta þessa einkunn. Sjóðurinn er þar með kominn í flokk með fremstu sjóðum í heiminum með tilliti til UFS þátta. Í greiningu MSCI kemur fram að „Stefnir – Scandinavian Fund ESG“ mælist ofar en 94% sjóða sem MSCI veitir einkunn, en þeir eru um 34 þúsund talsins á heimsvísu.

Stefnur um sjálfbærni og ábyrgar fjárfestingar 

Stefna um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð var samþykkt af stjórn í upphafi árs 2022. Stefnan lýsir sjálfbærniáherslum Stefnis til lengri tíma og hvernig félagið tileinkar sér sjálfbærni í starfsemi sinni og við stýringu fjármuna samkvæmt umboðsskyldu félagsins. Stefnuna má finna á heimasíðu Stefnis. Félagið hefur einnig sett sér stefnu um ábyrgar fjárfestingar. Stefnan miðar að því að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi út frá umhverfisþáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. 

Ófjárhagslegir lykilmælikvarðar Stefnis

  • G2. Óhæði stjórnar: Óháðir stjórnarmenn voru tveir á móti einum háðum stjórnarmanni á árinu 2021.
  • G5. Siðareglur birgja: Allir birgjar skulu upplýstir um siðareglur birgja umfram ákveðin fjárhæðarmörk.
  • G6. Siðferði og aðgerðir gegn spillingu: Stjórn samþykkti siðareglur árið 2021 sem endurspegla þau siðferðisviðmið sem stjórn og starfsmenn vinna eftir en önnur viðmið um sama efni má einnig finna í ráðningasamningum starfsfólks, stefnu um hagsmunaárekstra og starfsreglum stjórnar. Stjórn samþykkti einnig reglur Stefnis um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka árið 2020.
  • G7. Persónuvernd: Stefnir hefur sett sér stefnu um persónuvernd sem sjá má á heimasíðu félagsins.
  • S4. Kynjafjölbreytni: Hlutfall kvenna í störfum í efsta starfsmannalagi var 40% á árinu 2021 en innan fyrirtækisins var hlutfall kvenna 30%. Markmið stjórnar um aukna fjölbreytni lýtur að því hlutfall kvenna meðal starfsfólks félagsins verði 40% í lok árs 2024.

 

Samþykkt af stjórn Stefnis
17. febrúar 2022

Environmental20222021
E1. GhG Emissions
Total amount, in CO2 equivalents10,66,2
- For Scope 100
- For Scope 21,531,5
- For Scope 39,074,7
Total emissions offset0-3
E2. Emissions Intensity
Emission intensity (kgCO2e/MWh)64,4337,49
Emission intensity per total assets (tCO2e/ ISK bn.)2,61,9
Emission intensity per employee (tCO2e/no)0,460,3
E3. Energy Usage
Total energy consumption (kWh)164.447165.505
- Of which energy from electricity44.73541.663
- Of which energy from hot water119.712123.842
E4. Energy Intensity
Energy per full-time equivalent (FTEe) employee (kWh/FTEs)7.1507.881
Energy intensity per total asset (kWh/ISK bn.)39.78951.113
E5. Energy Mix
Renewable Energy (%)100100
E6. Water Usage
Total amount of water consumed (m3)3.6983.161
E7. Environmental Operations
Does your company follow a formal Environmental Policy? (Yes/No)NoNo
Does your company follow specific waste, water, energy, and/or recycling polices? (Yes/No)YesYes
Does your company use a recognized energy management system? (Yes/No)NoNo
E8. Climate Oversight / Board
Does your Board of Directors oversee and/or manage climate-related risks? (Yes/No)NoNo
E9. Climate Oversight / Management
Does your Senior Management Team oversee and/or manage climate-related risks? (Yes/No)NoNo
E10. Climate Oversight / Management
Total amount invested, annually, in climate-related infrastructure, resilience, and product development.--
Social20222021
S1. CEO Pay Ratio
Ratio: CEO total compensation to median FTE total compensation2,141,77
Does your company report this metric in regulatory filings? (Yes/No)YesYes
S2. Gender Pay Ratio
Ratio: Median male compensation to median female compensation1,831,003
S3. Employee Turnover
Year-over-year change for full-time employees (%)26,15
Year-over-year change for part-time employees (%)4,35
Year-over-year change for contractors and/or consultants (%)00
S4. Gender Diversity
Total enterprise headcount held by women (%)3230
Entry- and mid-level positions held by women (%)2935
Senior- and executive-level positions held by women (%)4040
S5. Temporary Worker Ratio
Total enterprise headcount held by part-time employees (%)1010
Total enterprise headcount held by contractors and/or consultants (%)00
S6. Non-Discrimination
Does your company follow a sexual harassment and/or non-discrimination policy? (Yes/No)YesNo
S7. Injury Rate
Frequency of injury events relative to total workforce time (%)00
S8. Global Health & Safety
Does your company follow an occupational health and/or global health & safety policy? (Yes/No)NoNo
S9. Child & Forced Labor
Does your company follow a child and/or forced labor policy? (Yes/No)NoNo
If yes, does your child and/or forced labor policy See also: cover suppliers and vendors? (Yes/No)NoNo
S10. Human Rights
Does your company follow a human rights policy? (Yes/No)NoNo
If yes, does your human rights policy See also: cover suppliers and vendors? (Yes/No)NoNo

 

Governance20222021
G1. Board Diversity
Total board seats occupied by women (%)6767
Committee chairs occupied by women (%)100100
G2. Board Independence
Does company prohibit CEO from serving as board chair? (Yes/No)YesYes
Total board seats occupied by independents (%)6767
G3. Incentivized Pay
Are executives formally incentivized to perform on sustainability? (Yes/No)YesNo
G4. Collective Bargaining
Total enterprise headcount covered by collective bargaining agreement(s)100100
G5. Supplier Code of Conduct
Are your vendors or suppliers required to follow a Code of Conduct? (Yes/No)Yes100
G6. Ethics & Anti-Corruption
Does your company follow an Ethics and/or Anti-Corruption policy? (Yes/No)YesYes
If yes, what percentage of your workforce has formally certified its compliance with the policy?100100
G7. Data Privacy
Does your company follow a Data Privacy policy? (Yes/No)YesYes
Has your company taken steps to comply with GDPR rules? (Yes/No)YesYes
G8. ESG Reporting
Does your company publish a sustainability report? (Yes/No)YesYes
Is sustainability data included in your regulatory filings? (Yes/No)YesYes
G9. Disclosure Practices
Does your company provide sustainability data to sustainability reporting frameworks? (Yes/No)NoYes
Does your company focus on specific UN Sustainable Development Goals (SDGs)? (Yes/No)YesNo
Does your company set targets and report progress on the UN SDGs? (Yes/No)NoNo
G10. External Assurance
Are your sustainability disclosures assured or validated by a third party? (Yes/No)YesYes