Árangur og markmið

Árangur

Á árinu 2020 tók Stefnir þátt í að undirrita viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar. Fjármagn er mikilvægt hreyfiafl í mótun atvinnulífs og atvinnusköpunar. Ákvarðanir sem teknar eru í dag munu hafa mikil áhrif á framþróun samfélagsins til næstu ára og því mikilvægt að þær séu teknar með sjálfbærni að leiðarljósi. Með því að nýta fjármagn með markvissum aðgerðum er hægt að viðhalda sjálfbærri þróun og á sama tíma að efla samkeppnishæfni þjóða og framtíð komandi kynslóða. 

Stefnir stofnaði þrjá sjóði sem taka sérstaklega mið af sjálfbærni á árinu 2021 og félagið hefur verið leiðandi í framboði á sjóðum á sviði ábyrgra fjárfestinga (UFS-sjóðum). Sjóðirnir eru „Stefnir -Scandinavian Fund - ESG“, „Stefnir – Sjálfbær skuldabréf“ og „Stefnir – Grænaval“. Stefnir – Scandinavian Fund ESG hefur hlotið AAA-einkunn MSCI, þá hæstu sem veitt er og er hann fyrstur íslenskra sjóða til að hljóta þessa einkunn. Sjóðurinn er þar með kominn í flokk með fremstu sjóðum í heiminum með tilliti til UFS þátta.

Hjá Stefni starfar UFS ráð en það vinnur samkvæmt starfsreglum settum af framkvæmdastjóra, veitir stuðning við samval fjárfestinga og fullvissu um að unnið sé samkvæmt þeim viðmiðum um ábyrgar fjárfestingar sem sett eru í starfsemi Stefnis. Starfsmenn Stefnis, sem eiga sæti í UFS ráði, eru kyndilberar innleiðingar aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga í alla starfsemi Stefnis. Stjórn og starfsmenn Stefnis taka námskeið hjá PRI Academy í aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga. PRI Academy er helsti fræðsluvettvangur fyrir þá sem vilja öðlast skilning á því hvernig umhverfismál, félagslegir þættir og góðir stjórnarhættir hafa áhrif á frammistöðu fyrirtækja og auka virði allra haghafa.

Stefnir hefur, í samstarfi við Kolvið, kolefnisjafnað rekstur sinn frá árinu 2020.

 

Stefnir og heimsmarkmiðin

Heimsmarkmiðin mynda jafnvægi milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Stefnir leggur áherslu á eftirfarandi heimsmarkið Sameinuðu þjóðanna í sinni starfsemi:

  • Markmið 5: Jafnrétti kynjanna
  • Markmið 8: Góð atvinna og hagvöxtur
  • Markmið 10: Aukinn jöfnuður
  • Markmið 12: Ábyrg neysla og framleiðsla
  • Markmið 13: Aðgerðir í loftslagsmálum
  • Markmið 17: Samvinna um markmiðin

 

Sjálfbærnimarkmið Undirmarkmið Heimsmarkmið
Meta sjálfbærniáhættu Áhættunefnd skilgreini áhrif loftslagsmála á félagið og hvernig er hægt að koma í veg fyrir þau. Samvinna um markmiðin
Kolefnishlutleysi í rekstri Stefnis Draga úr losun kolefnis og annarra gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af eigin starfsemi um a.m.k. 55% fyrir árið 2030 miðað við árið 2015 og kolefnisjafna alla þá losun.

Hlutfall flokkaðs úrgangs í rekstri Stefnis í 90% fyrir árið 2023.
Aðgerðir í loftslagsmálum


Ábyrg neysla og framleiðsla
Meta kolefnisspor sjóða Kolefnisfótspor allra sjóða metið af óháðum þriðja aðila.

Áhrifaskýrslur grænna sjóða.
Aðgerðir í loftslagsmálum

Samvinna um markmiðin
Fjölbreytileiki, jafnrétti og þátttaka Fræða starfsmenn og aðra haghafa um mikilvægi fjölbreytileika, jafnréttis og þátttöku á vinnustaðnum.

Kynna félagið ólíkum samfélagshópum, þ.m.t. nemendum, til að ýta undir áhuga á félaginu sem starfsvettvangi.

Konur nemi hið minnsta 40% af fjölda starfsfólks árið 2024.

Jöfn tækifæri og jöfn laun fyrir sömu vinnu.
Aukinn jöfnuður


Menntun fyrir alla


Jafnrétti kynjanna

Góð atvinna og hagvöxtur

 

Áhrif á loftlagsbreytinga á Stefni og megináhættur

Ófjárhagslegum markmiðum og mælikvörðum sem hafa verið ákveðin af stjórn og stjórnendum Stefnis er reglulega fylgt eftir og niðurstöður eru birtar í sjálfbærniskýrslu árlega. Stefnir mun halda áfram að betrumbæta hvernig megináhætta sjálfbærniþátta er skilgreind og innleidd í starfsemina. Loftslagáhætta er tvískipt, raunáhætta og umbreytingaráhætta, en henni fylgir einnig orðsporsáhætta og lagaleg áhætta. Áhætta vegna loftlagsmála getur komið í veg fyrir að Stefnir nái markmiðum sínum, en loftslagbreytingar og ferli til að sporna við þeim munu koma til með að hafa umtalsverð áhrif á efnahagslíf og þar af leiðandi á virði fjárfestinga.

Þátttaka í samstarfi

Stefnir er aðili að PRI, reglum um ábyrgar fjárfestingar. Reglurnar voru þróaðar af alþjóðlegum hópi stofnanafjárfesta og endurspegla þær mikilvægi umhverfisþátta, samfélagsþátta og stjórnarhátta í fjárfestingarferli fjárfesta. Framvinduskýrslu Stefnis til PRI er skilað inn árlega og finna má nýjustu skýrslu okkar hér.

 

Stefnir tók þátt í að undirrita viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar. Forsætisráðuneytið, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) og Landssamtök lífeyrissjóða (LL) unnu að mótun yfirlýsingarinnar í víðtæku samráði við fulltrúa helstu aðila á fjármálamarkaði.

 

Stefnir er stofnaðili IcelandSIF, vettvangs til að efla þekkingu og auka umræður um ábyrgar fjárfestingar. Stjórnarformaður IcelandSif er Kristbjörg M. Kristinsdóttir, fjármálastjóri Stefnis.

 

 

Kolviður hefur séð um bindingu þeirrar kolefnislosunar sem hlýst af starfsemi Stefnis m.a. vegna bílferða starfsmanna í og úr vinnu auk flugsamgangna frá árinu 2020. Kolviður mun sem fyrr binda kolefni í gróðri og jarðvegi með landgræðslu og skógrækt á móti þeirri kolefnislosun sem á sér stað í rekstri félagsins á árinu 2021.

 

UFS viðmið Nasdaq á Norðurlöndunum snúa að upplýsingagjöf um starfsemi og áhrif skráðra fyrirtækja út frá umhverfis- og félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS). Sjá upplýsingagjöf út frá UFS viðmiðunum í samantekt á ófjárhagslegum upplýsingum.

 

 

Fjárhagslegur árangur

Fjárhagslagsuplýsingar Stefnis má finna hér 

 

Við látum gott af okkur leiða