Annað

Stefnir hf. ber hvorki ábyrgð á tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vef félagsins né tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefinn, um skemmri eða lengri tíma; meðal annars, en ekki eingöngu, ber félagið ekki ábyrgð á tjóni vegna tapaðra fjárfestingatækifæra notenda. 

Stefnir hf. byggir upplýsingarnar á vefnum á heimildum sem félagið telur áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast að þær séu réttar. Stefni hf. er ekki skylt að uppfæra það sem fram kemur á vefnum og kunna upplýsingar og skoðanir sem þar koma fram að breytast án fyrirvara. 

Upplýsingar sem birtar eru á vef rekstrarfélagsins fela á engan hátt í sér ráðleggingar um kaup eða sölu tiltekinna fjármálagerninga og bera notendur vefsins einir ábyrgð á þeim fjárfestingaákvörðunum sem teknar eru á grundvelli upplýsinga sem birtar eru á vefnum. Stefnir hf. kann þó að veita ráðgjöf til viðskiptavina félagsins í gegnum vefinn um kaup eða sölu fjármálagerninga og/eða um skattamál enda kemur þá skýrt fram á vefnum að um ráðgjöf sé að ræða. Upplýsingar og ráðgjöf rekstrarfélagsins á vefnum miðast ekki við ákveðin fjárfestingarmarkmið, ákveðna fjárhagsstöðu eða sérhagsmuni tiltekinna notenda og er ávallt almenns eðlis þar sem ekki er hægt að taka tillit til aðstæðna hvers og eins. Stefnir hf. ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af slíkri upplýsinga- eða ráðgjöf félagsins. 

Viðskipti með fjármálagerninga eru mjög áhættusöm í eðli sínu. Verðbreytingar í fortíð gefa ekki endilega vísbendingu um framtíðarbreytingar. Notendur á vef Stefnis hf. eru hvattir til að afla sér almennra upplýsinga um eðli verðbréfaviðskipta, fjárfestingamálefni, skattamál o.fl. sem tengist verðbréfaviðskiptum hjá ráðgjöfum félagsins. 

Þeir sem hafa áhuga á frekari upplýsingum um þá fjármálagerninga sem fjallað er um á vef félagsins er bent á að leita til ráðgjafa rekstrarfélagsins. Í einstökum tilvikum kann að vera ómögulegt að eiga viðskipti með fjármálagerninga sem upplýsingar eru um á vef Stefnis hf. og þá geta viðskipti verið takmörkuð við tiltekna hópa fjárfesta. 

Á yfirlitum yfir fjármálagerninga viðskiptavina Stefnis hf. tekur markaðsverðmæti ekki tillit til þóknana eða annars kostnaðar sem til fellur ef þeir verða seldir. Á yfirlitum er „markaðsgengi“ nýjasta gengi og „markaðsvirði“ verðmæti fjármálagerninga miðað við það gengi. Á hreyfingaryfirlitum er „gengi“ viðskiptagengi hreyfinga og „verð“ viðskiptaverð út frá því. Markaðsgengi fjármálagerninga sem skráðir eru í Kauphöll Íslands hf. er almennt síðasta viðskiptagengi þeirra á þinginu. Sé langt um liðið frá síðustu viðskiptum er einnig litið til hagstæðustu kauptilboða þegar markaðsverðið er metið. Stefnir hf. áskilur sér rétt til leiðréttinga á yfirlitum. 

Efni þessa tölvupósts og viðhengja kann að vera trúnaðarmál. Ef sá sem tekur við þessum tölvupósti er ekki réttur viðtakandi, er hann vinsamlegast beðinn um að tilkynna sendanda og eyða tölvupóstinum og viðhengjum án þess að afrita, dreifa eða notfæra sér þau á nokkurn hátt. Sé efni þessa tölvupósts og viðhengja ótengt starfsemi Stefnis hf. eða tengdra félaga er sendandi einn ábyrgur. Óheimil notkun getur varðað bótaábyrgð og refsingu.

Stefnir hf. og tengd félög hafa gripið til allra skynsamlegra varúðarráðstafana til að tryggja að þessi tölvupóstur og viðhengi innihaldi ekki tölvuvírusa og aðrar villur. Þrátt fyrir það tekur rekstrarfélagið ekki ábyrgð á tjóni sem verður vegna þessa tölvupósts eða viðhengja þar sem upplýsingar eru móttækilegar fyrir breytingum og geta innihaldið tölvuvírusa. Því er viðtakanda ráðlagt að leita eftir tölvuvírusum áður en viðhengi eru opnuð.

Þær upplýsingar sem fram koma í tölvupóstinum eru, nema annað sé tekið fram, óendurskoðaðar og settar fram með fyrirvara um villur, þær ber ekki að skoða sem fjárfestingarráðgjöf af neinu tagi eða hvatningu eða tilboð um viðskipti með fjármálagerninga. Sérstaklega er bent á að viðskipti með fjármálagerninga geta verið áhættusöm og eru aðilar hvattir til að leita aðstoðar sérfræðinga áður en gengið er til viðskipta. Allar upplýsingar um Stefni og vörur félagsins er að finna á heimasíðunni www.stefnir.is.

Stefnir er styrktaraðili þáttarins og er því um samstarf að ræða. Stefnir er  rekstrarfélag verðbréfasjóða og rekstraraðili sérhæfðra sjóða sem lýtur eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Félagið starfar samkvæmt lögum um verðbréfasjóði og lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og hefur starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.

Efni þáttarins er almennt ekki markaðsefni í skilningi laga. Komi það til í einstaka tilvikum verður sérstaklega greint frá því. Skal þá hafa í huga það sem fram kemur hér fyrir neðan:

Þær upplýsingar sem koma fram í hlaðvarpsþættinum eru byggðar á upplýsingum sem hafa verið birtar opinberlega og eru opinberlega aðgengilegar á þeim tíma sem hlaðvarpið var tekið upp en Stefnir getur ekki ábyrgst áreiðanleika eða réttmæti slíkra upplýsinga frá þriðja aðila. Sérstök athygli er vakin á því að áætlanir og spár geta breyst án fyrirvara, á jákvæðan og neikvæðan hátt, og eru háðar utanaðkomandi óvissu og breytum sem eru ekki á valdi Stefnis. Skoðanir sem koma fram í hlaðvarpsþættinum eru skoðanir viðkomandi viðmælenda og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Stefnis.

Upplýsingar sem fram koma í hlaðvarpsþættinum eru veittar í upplýsinga- og fræðsluskyni eingöngu en fela á engan hátt í sér tilboð eða ráðleggingar um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga. Stefnir lætur ekki í ljós neina skoðun á núverandi eða framtíðarvirði neinna fjármálagerninga sem vísað er til í hlaðvarpsþættinum. Hlustendur bera einir ábyrgð á þeim fjárfestingaákvörðunum sem kunna að vera teknar á grundvelli atriða sem fram kunna að koma í hlaðvarpinu. Í hlaðvarpinu er ekki fjallað um alla áhættuþætti sem fylgja viðskiptum með fjármálagerninga. Hlustendur eru hvattir til þess að gera sjálfstæða könnun á þeim upplýsingum sem um ræðir og leita sér ráðgjafar áður en ákvörðun er tekin um fjárfestingu. Viðskipti með fjármálagerninga eru áhættusöm í eðli sínu. Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlegar vísbendingar um framtíðarárangur.

Almennt séð áður en ákvörðun er tekin um fjárfestingu eru hlustendur hvattir til að kynna sér leiðbeiningar um fjárfestingu og áhættu á heimasíðu söluaðila sjóða hjá Stefni, https://www.arionbanki.is/markadir/sjodir/fjarfestingar-og-ahaetta/.

Að því er varðar verðbréfasjóði og sérhæfða sjóði fyrir almenna fjárfesta sem Stefnir markaðssetur, eru hlustendur hvattir til að kynna sér útboðslýsingu og lykilupplýsingar fyrir viðkomandi sjóð/i. Útboðslýsingar og lykilupplýsingar sjóða eru aðgengilegar á heimasíðu Stefnis, https://www.stefnir.is/sjodir/.

Stefnir hefur sett sér stefnu um meðferð hagsmunaárekstra. Hana má nálgast á heimasíðu Stefnis.