Fjölmiðlar
20. desember 2013
Stærri og öflugri Stefnir-SAMVAL
Ákveðið hefur verið að sameina fjárfestingarsjóðina Stefni-Verðbréfaval 1 og Stefni-Verðbréfaval 2 inní Stefni-Samval undir nafni þess síðastnefnda. Sameiningin miðast við 31. janúar 2014 en þann dag tekur Samval við öllum eignum og skuld¬bindingum Verðbréfavals 1 og 2, sem verður í kjölfarið slitið.
Nánar13. desember 2013
Félag í rekstri Stefnis kaupir Skeljung
Kaup SF IV slhf., félags í rekstri Stefnis hf., á öllu hlutafé í Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn hafa nú hlotið samþykki viðeigandi eftirlitsstofnana og munu nýir eigendur taka við rekstri félaganna í janúar næstkomandi. Sátt var gerð við Samkeppniseftirlitið sem ætlað er að tryggja sjálfstæði Skeljungs og mun hún verða birt á næstu vikum.
Nánar01. júlí 2013
Stjórnarhættir Stefnis áfram til fyrirmyndar
Stefnir hf. hefur hlotið endurnýjun viðurkenningar sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. En árið 2012 var Stefnir hf. fyrst allra fyrirtækja til að hljóta slíka viðurkenningu. Viðurkenningin er veitt af Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands og byggir á úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG ehf.
Nánar05. apríl 2013
Nýr forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni
Jón Finnbogason hefur verið ráðinn forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni. Jafnframt mun Jón gegna stöðu staðgengils framkvæmdastjóra.
Nánar06. mars 2013
Guðjón Ármann Guðjónsson nýr forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni.
Guðjón Ármann Guðjónsson hefur verið ráðinn sem nýr forstöðumaður hlutabréfateymis Stefnis. Guðjón hefur starfað hjá félaginu frá 2005 og hefur þrettán ára starfsreynslu úr eignastýringu, lengst af sem sjóðstjóri innlendra og erlendra verðbréfa- og fjárfestingarsjóða.
Nánar06. mars 2013
Stefnir hf. verður aðili að Samtökum fjármálafyrirtækja.
Stjórn Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) hefur samþykkt aðild Stefnis hf. að samtökunum. Með aðild að SFF felst þátttaka í almennri hagsmunagæslu í málefnum íslensks fjármálageira ásamt því að verða beinn aðili að Samtökum Atvinnulífsins (SA).
Nánar28. febrúar 2013
Fagfjárfestasjóður í rekstri Stefnis lýkur 5,7 milljarða útgáfu eignavarinna skuldabréfa
KLS fagfjárfestasjóður á vegum Stefnis hefur nú nýlokið endurfjármögnun Klasa fasteigna ehf. Um er að ræða útgáfu 5,7 milljarða eignavarinna skuldabréfa.
Nánar24. janúar 2013
Stefnir lýkur fjármögnun á 7,5 milljarða framtakssjóði
Stefnir hf. hefur nú lokið fjármögnun á 7,5 milljarða framtakssjóði, Stefni íslenska athafnasjóðnum II (SÍA II). Hluthafar í sjóðnum eru um 30 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. Stefnir hefur ásamt meðfjárfestum verið leiðandi í framtaksfjárfestingum og fjárfest fyrir samtals rúmlega 16 milljarða í íslensku atvinnulífi.
Nánar03. janúar 2013
Skráningarlýsing - OFAN VÍ og OFAN SVÍV
Birtar hafa verið skráningarlýsingar tveggja fagfjárfestasjóða OFAN VÍ og OFAN SVÍV sem eru í rekstri Stefnis hf.
Nánar