Fjölmiðlar
11. mars 2014
Góð blanda virkar
Í nýjasta tölublaði Frjálsrar Verslunar er rætt við Magnús Örn Guðmundsson sjóðstjóra hjá Stefni um blandaða sjóði og helstu kosti þeirra.
Nánar28. febrúar 2014
Gengið frá kaupum á stórum hluta af innlendum eignum Norvikur
SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, hefur ásamt hópi fjárfesta gengið frá kaupum á hluta af innlendri starfsemi Norvikur í gegnum Festi hf., sem verður nýtt móðurfélag hinna seldu félaga. Með kaupunum tekur Festi yfir rekstur Kaupáss, sem rekur matvöruverslanir undir merkjum Krónunnar, Nóatúns og Kjarvals, Elko, Intersport, auglýsingastofunnar Expo og vöruhótelsins Bakkans.
Nánar14. febrúar 2014
Stefnir í hópi framúrskarandi fyrirtækja 2013
Stefnir var valið eitt af framúrskarandi fyrirtækjum á Íslandi samkvæmt greiningu Credit Info. Þetta er annað árið í röð sem Stefnir hlýtur viðurkenninguna.
Nánar17. janúar 2014
Nýir eigendur hafa tekið við Skeljungi
SF IV slhf., félag í rekstri Stefnis hf., hefur gengið frá kaupum á Skeljungi og tekið við félaginu. Ný stjórn hefur verið kosin en hana skipa þau Benedikt Ólafsson, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Ingi Guðjónsson, Jón Diðrik Jónsson (stjórnarformaður) og Katrín Helga Hallgrímsdóttir.
Nánar17. janúar 2014
Stefnir hf. sýknaður af kröfum LBI hf.
Stefnir hf. hefur, með dómum Hæstaréttar Íslands, verið sýknaður af kröfum LBI hf. Dómkröfur LBI voru þær að Stefni hf., f.h. tveggja sjóða í rekstri félagsins, yrði gert að þola riftun og endurgreiðslu vegna útgreiðslu tveggja peningamarkaðsinnlána sem voru á gjalddaga 7. október 2008
Nánar20. desember 2013
Stærri og öflugri Stefnir-SAMVAL
Ákveðið hefur verið að sameina fjárfestingarsjóðina Stefni-Verðbréfaval 1 og Stefni-Verðbréfaval 2 inní Stefni-Samval undir nafni þess síðastnefnda. Sameiningin miðast við 31. janúar 2014 en þann dag tekur Samval við öllum eignum og skuld¬bindingum Verðbréfavals 1 og 2, sem verður í kjölfarið slitið.
Nánar13. desember 2013
Félag í rekstri Stefnis kaupir Skeljung
Kaup SF IV slhf., félags í rekstri Stefnis hf., á öllu hlutafé í Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn hafa nú hlotið samþykki viðeigandi eftirlitsstofnana og munu nýir eigendur taka við rekstri félaganna í janúar næstkomandi. Sátt var gerð við Samkeppniseftirlitið sem ætlað er að tryggja sjálfstæði Skeljungs og mun hún verða birt á næstu vikum.
Nánar01. júlí 2013
Stjórnarhættir Stefnis áfram til fyrirmyndar
Stefnir hf. hefur hlotið endurnýjun viðurkenningar sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. En árið 2012 var Stefnir hf. fyrst allra fyrirtækja til að hljóta slíka viðurkenningu. Viðurkenningin er veitt af Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands og byggir á úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG ehf.
Nánar