Fjölmiðlar

09. maí 2012

Nýr framtakssjóður í rekstri Stefnis kaupir húseignina við Borgartún 37

Nýr framtakssjóður, sem einbeitir sér að fjárfestingum í völdum fasteignum, hefur keypt húseignina við Borgartún 37 í Reykjavík. Fasteignin er um 6.500 m2 að stærð og hýsir höfuðstöðvar Nýherja en seljandi eignarinnar er Miðengi, dótturfélag Íslandsbanka.

Nánar

18. apríl 2012

Nýtt rekstrarform Stefnir - Lausafjársjóður

Eftir rúmt ár í rekstri er ljóst að Stefnir - Lausafjársjóður hefur fest sig í sessi meðal fjárfesta. Sjóðurinn er verðbréfasjóður sem fjárfestir meðal annars í innlánum fjármálafyrirtækja.

Nánar

23. mars 2012

Nýir eigendur hafa tekið við Jarðborunum

SF III slhf., félag í umsjón Stefnis hf., lauk í dag kaupum á um 82% eignarhlut í Jarðborunum hf. af Miðengi ehf., dótturfélagi Íslandsbanka. Eigendur SF III eru Festa lífeyrissjóður, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Kaldbakur og Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I. Á aðalfundi, sem haldinn var í kjölfarið að kaupunum, tók ný stjórn við félaginu. Fulltrúar SF III í stjórn eru Baldvin Þorsteinsson, Geir Gunnlaugsson, Gunnar Guðni Tómasson, Rannveg Rist og Benedikt Ólafsson (varamaður). Fulltrúi Miðengis í stjórn er Ólafur Þór Jóhannesson en félagið mun áfram halda á um 18% hlut í Jarðborunum.

Nánar

23. mars 2012

Góðir stjórnarhættir endurvekja traust

Í Viðskiptablaðinu þann 22. mars 2012 var birt viðtal við Hrund Rudolfsdóttur stjórnarformann Stefnis, Flóka Halldórsson, framkvæmdastjóra og Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, lögfræðing hjá KPMG ehf.

Nánar

20. mars 2012

SF1 tryggir fjármögnun á kaupum á meirihluta Sjóvár

SF1, sem er í rekstri Stefnis hf, dótturfélags Arion banka, hefur tryggt fjármögnun á kaupum á 834.481.001 hlutum í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. („Sjóvá“), sem samsvarar 52,4% af hlutafé félagsins.

Nánar

08. mars 2012

Stjórnarhættir Stefnis til fyrirmyndar

Stefnir hefur hlotið þá viðurkenningu fyrst íslenskra fyrirtækja að vera „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“. Viðurkenningin er veitt af Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands og byggir á úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG ehf.

Nánar

06. mars 2012

Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I (SIA I) afhendir öll hlutabréf sín í Högum hf. til sjóðsfélaga sinna

SIA I, sjóður í rekstri Stefnis hf., afhenti í gær sjóðsfélögum sínum öll hlutabréf sín í Högum hf. eða sem nemur um 8,5% af útistandandi hlutafé Haga. SIA I keypti upphaflega hlutina ásamt hópi fjárfesta í gegnum félagið Búvelli slhf. SIA I var heimilt að selja hluti sína 1. mars sl. Í dag var ákveðið með samþykki festingarráðs sjóðsins, sem skipað er af sjóðsfélögum, að hlutirnir yrðu afhendir sjóðsfélögum í stað þess að vera seldir.

Nánar

05. mars 2012

Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I (SIA I) selur öll hlutabréf sín í Sjóklæðagerðinni hf.

Hinn 1. mars sl. seldi SIA I, sjóður í rekstri Stefnis hf., öll hlutabréf sjóðsins í Sjóklæðagerðinni. SIA I fjárfesti á síðasta ári ásamt Hrós ehf. í gegnum SF II slhf., í ríflega helmingshlut í Sjóklæðagerðinni hf., sem m.a. fer með eignarhald og rekstur á 66°Norður og Rammagerðinni hf.

Nánar

18. janúar 2012

Ávöxtunarauglýsing sjóða Stefnis 2011

Auglýsinguna má nálgast hér fyrir neðan.

Nánar

16. janúar 2012

SF III slhf. undirritar samning um kaup á 82% hlut í Jarðborunum hf.

Félag í rekstri Stefnis hf., SF III slhf. hefur undirritað kaupsamning um 82% eignarhlut í Jarðborunum hf. af Miðengi ehf., dótturfélagi Íslandsbanka.

Nánar

Hér er að finna myndmerki Stefnis.

Windows notendur geta hægrismellt á myndina og valið skipunina "Save Picture As..." úr listanum. Macintosh notendur geta smellt á myndina og dregið hana út á skjáborðið.

Til að vista merkið í betri upplausn er smellt á myndina, þá opnast stærri mynd.

 

null

 

Merki Stefnis í prentupplausn