Fjölmiðlar
09. maí 2012
Nýr framtakssjóður í rekstri Stefnis kaupir húseignina við Borgartún 37
Nýr framtakssjóður, sem einbeitir sér að fjárfestingum í völdum fasteignum, hefur keypt húseignina við Borgartún 37 í Reykjavík. Fasteignin er um 6.500 m2 að stærð og hýsir höfuðstöðvar Nýherja en seljandi eignarinnar er Miðengi, dótturfélag Íslandsbanka.
Nánar18. apríl 2012
Nýtt rekstrarform Stefnir - Lausafjársjóður
Eftir rúmt ár í rekstri er ljóst að Stefnir - Lausafjársjóður hefur fest sig í sessi meðal fjárfesta. Sjóðurinn er verðbréfasjóður sem fjárfestir meðal annars í innlánum fjármálafyrirtækja.
Nánar23. mars 2012
Nýir eigendur hafa tekið við Jarðborunum
SF III slhf., félag í umsjón Stefnis hf., lauk í dag kaupum á um 82% eignarhlut í Jarðborunum hf. af Miðengi ehf., dótturfélagi Íslandsbanka. Eigendur SF III eru Festa lífeyrissjóður, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Kaldbakur og Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I. Á aðalfundi, sem haldinn var í kjölfarið að kaupunum, tók ný stjórn við félaginu. Fulltrúar SF III í stjórn eru Baldvin Þorsteinsson, Geir Gunnlaugsson, Gunnar Guðni Tómasson, Rannveg Rist og Benedikt Ólafsson (varamaður). Fulltrúi Miðengis í stjórn er Ólafur Þór Jóhannesson en félagið mun áfram halda á um 18% hlut í Jarðborunum.
Nánar23. mars 2012
Góðir stjórnarhættir endurvekja traust
Í Viðskiptablaðinu þann 22. mars 2012 var birt viðtal við Hrund Rudolfsdóttur stjórnarformann Stefnis, Flóka Halldórsson, framkvæmdastjóra og Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, lögfræðing hjá KPMG ehf.
Nánar20. mars 2012
SF1 tryggir fjármögnun á kaupum á meirihluta Sjóvár
SF1, sem er í rekstri Stefnis hf, dótturfélags Arion banka, hefur tryggt fjármögnun á kaupum á 834.481.001 hlutum í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. („Sjóvá“), sem samsvarar 52,4% af hlutafé félagsins.
Nánar08. mars 2012
Stjórnarhættir Stefnis til fyrirmyndar
Stefnir hefur hlotið þá viðurkenningu fyrst íslenskra fyrirtækja að vera „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“. Viðurkenningin er veitt af Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands og byggir á úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG ehf.
Nánar06. mars 2012
Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I (SIA I) afhendir öll hlutabréf sín í Högum hf. til sjóðsfélaga sinna
SIA I, sjóður í rekstri Stefnis hf., afhenti í gær sjóðsfélögum sínum öll hlutabréf sín í Högum hf. eða sem nemur um 8,5% af útistandandi hlutafé Haga. SIA I keypti upphaflega hlutina ásamt hópi fjárfesta í gegnum félagið Búvelli slhf. SIA I var heimilt að selja hluti sína 1. mars sl. Í dag var ákveðið með samþykki festingarráðs sjóðsins, sem skipað er af sjóðsfélögum, að hlutirnir yrðu afhendir sjóðsfélögum í stað þess að vera seldir.
Nánar05. mars 2012
Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I (SIA I) selur öll hlutabréf sín í Sjóklæðagerðinni hf.
Hinn 1. mars sl. seldi SIA I, sjóður í rekstri Stefnis hf., öll hlutabréf sjóðsins í Sjóklæðagerðinni. SIA I fjárfesti á síðasta ári ásamt Hrós ehf. í gegnum SF II slhf., í ríflega helmingshlut í Sjóklæðagerðinni hf., sem m.a. fer með eignarhald og rekstur á 66°Norður og Rammagerðinni hf.
Nánar16. janúar 2012
SF III slhf. undirritar samning um kaup á 82% hlut í Jarðborunum hf.
Félag í rekstri Stefnis hf., SF III slhf. hefur undirritað kaupsamning um 82% eignarhlut í Jarðborunum hf. af Miðengi ehf., dótturfélagi Íslandsbanka.
Nánar