Frétt

30. júlí 2021

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir hf. styrkir eitt vinsælasta golfmót ársins, Einvígið á Nesinu, en mótið er góðgerðamót sem haldið er á vegum Nesklúbbsins á Seltjarnarnesi. Mótið er nú haldið í 25 skiptið en mótið fór fyrst fram 1996, árið sem Stefnir hf. var stofnað. Mótið er haldið á frídegi verslunarmanna, mánudaginn 2. ágúst og hefst kl. 13:00.

Margir af bestu kylfingum landsins munu taka þátt og leika í þágu góðs málefnis. Stefnir gefur vinningsupphæðina, eina milljón króna, sem mun að þessu sinni renna til BUGL, Barna- og Unglingadeildar Landspítalans.

Nánar má lesa um mótið á golf.is


Til baka

Fleiri fréttir

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...