Frétt

30. júlí 2021

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir hf. styrkir eitt vinsælasta golfmót ársins, Einvígið á Nesinu, en mótið er góðgerðamót sem haldið er á vegum Nesklúbbsins á Seltjarnarnesi. Mótið er nú haldið í 25 skiptið en mótið fór fyrst fram 1996, árið sem Stefnir hf. var stofnað. Mótið er haldið á frídegi verslunarmanna, mánudaginn 2. ágúst og hefst kl. 13:00.

Margir af bestu kylfingum landsins munu taka þátt og leika í þágu góðs málefnis. Stefnir gefur vinningsupphæðina, eina milljón króna, sem mun að þessu sinni renna til BUGL, Barna- og Unglingadeildar Landspítalans.

Nánar má lesa um mótið á golf.is


Til baka

Fleiri fréttir

30.júlí 2021

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir hf. styrkir eitt vinsælasta golfmót ársins, Einvígið á Nesinu, en mótið er góðgerðamót sem haldið er á vegum Nesklúbbsins á Seltjarnarnesi.

13.júlí 2021

Einfalt og öruggt að fjárfesta í sjóðum Stefnis í Arion appinu

Nú er mögulegt að fjárfesta í sjóðum Stefnis með nokkrum smellum í Arion appinu og fá góða heildarsýn, stöðu sjóða og hreyfingaryfirliti.

24.júní 2021

Stefnir – ÍS 15 verður Stefnir – Innlend hlutabréf hs.

Innlendi hlutabréfasjóðurinn Stefnir – ÍS 15 hefur fengið nýtt nafn Stefnir – Innlend hlutabréf hs. Er þetta gert til að heiti sjóðsins sé meira lýsandi fyrir...

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira