Frétt

30. desember 2022

100% afsláttur af sjóðum til 10. janúar

100% afsláttur af sjóðum til 10. janúar

Engin þóknun er við kaup á sjóðum Stefnis frá 30. desember 2022 og til og með 10. janúar 2023. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í Arion appinu eða Netbanka.

Ófjárráða njóta að sjálfsögðu einnig 100% afsláttar á sama tímabili og viðskiptabeiðnir þurfa þá að berast til radgjof@arionbanki.is.

Sjóði Stefnis má finna hér.

Við kaup í sjóðum er innheimt söluþóknun í formi mismunar á kaup-og sölugengi (einnig kallað gengismunur eða upphafsþóknun). Söluþóknun er ekki innheimt við kaup í Stefni - Lausafjársjóði og Stefni - Sparifjársjóði. Í netbanka Arion banka er ávallt veittur 25% afsláttur af söluþóknun sjóða Stefnis sem er 100% afsláttur í dag og til og með 10. janúar 2023. Í reglubundnum sparnaði hlýtur þú 50% afslátt af söluþóknun viðkomandi sjóðs.

 

 

Til baka

Fleiri fréttir

03.júlí 2024

Tímamót á fasteignamarkaði

Jón Finnbogason framkvæmdastjóri Stefnis ritaði grein sem Innherji birti en Alþingi hefur samþykkt nýja heimild fyrir lífeyrissjóði til að fjárfesta í...

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.