Frétt

30. desember 2022

SÍA III, framtakssjóður í rekstri Stefnis selur hlut sinn í Reykjavík EDITION hótelinu

SÍA III hefur gengið frá sölu á öllum eignarhlut sínum í Reykjavík EDITION hótelinu í gegnum félagið Mandólín hf. en SÍA III á um 50% hlut í Mandólín sem átti um 70% hlut í Reykjavík EDITION.

Aðrir hluthafar í Mandólín selja einnig hluti sína í félaginu en kaupandi er félag í eigu ADQ, fjárfestingarfélag í Abu Dhabi. Carpenter & Co. sem hefur verið meðeigandi Mandólín í verkefninu, mun halda hlut sínum í félaginu og engar breytingar verða á rekstri Reykjavík EDITION sem áfram verður rekið af Marriott International.

Hótelið sem er á margan hátt einstakt og býður upp á þjónustuframboð sem ekki hefur áður verið til staðar hér á landi og mun það hafa mjög jákvæð áhrif á umhverfi sitt og skapa margvísleg tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu og ráðstefnuhald á komandi árum. Salan er því í samræmi við þá sýn SÍA III að hótelið myndi vekja áhuga erlendra langtímafjárfesta sem sjá tækifæri í því að taka þátt í frekari framþróun ferðamannaiðnaðar hér á landi.


Til baka

Fleiri fréttir

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...

30.júní 2023

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í þriðja sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 822 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 26,8 kr. á hlut eða 23,5% af heildarstærð sjóðsins...