Frétt
Stefnir og Fjármálakastið í samstarf
Stefnir verður aðalstyrktaraðili Fjármálakastsins sem er hlaðvarp fyrir áhugafólk um fjármál, hagfræði og efnahagsmál. Þættirnir koma út einu sinni í viku inn á allar helstu hlaðvarpsveitur og inn á podcast.is.
Markmið samstarfsins er að stuðla að vandaðri umfjöllun um fjármál og efnahagsmál. Litlar sem engar breytingar verða gerðar á efnistökum hlaðvarpsins frá því sem nú er og mun Fjármálakastið halda áfram að fá fólk víða að í atvinnulífinu til að ræða um ýmislegt tengt fjármálum.
Gestir þáttarins koma úr ýmsum áttum en meðal þeirra hafa verið frumkvöðlar, greinendur, fyrirtækjaeigendur, viðskiptablaðamenn og fleiri.
Jón Finnbogason, framkvæmdastjóri Stefnis:
„Sífellt fleiri einstaklingar sækja sér um þessar mundir fróðleik með því að hlusta á hlaðvörp. Stefnir vill styðja við vandaða umfjöllun um fjármál og efnahagsmál og er Fjármálakastið sem hefur boðið upp á afar áhugaverð og fróðleg viðtöl við fólk víðsvegar úr atvinnulífinu góður vettvangur til þess.“
Magdalena Anna Torfadóttir
Þáttastjórnandi Fjármálakastsins og sérfræðingur hjá Stefni
Fleiri fréttir
29.ágúst 2023
Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda
Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.
09.ágúst 2023
Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu
Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...
30.júní 2023
Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í þriðja sinn
Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 822 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 26,8 kr. á hlut eða 23,5% af heildarstærð sjóðsins...