Frétt
Nýr sjö milljarða sjóður hjá Stefni gefur út skuldabréf á First North
SÍL 2 hs, nýr lánasjóður í rekstri Stefnis kláraði fyrstu innköllun frá fjárfestum í síðustu viku með útgáfu skuldabréfs sem skráð var á First North. Fyrsta fjárfesting sjóðsins nam 3.170 m.kr. en áskriftarloforð sjóðsins eru 7 ma.kr. Sjóðurinn starfar á lánamarkaði til innlendra lögaðila og ávaxtar fjármuni með útgáfu skuldabréfs. Fjárfestingartímabil sjóðsins eru 30 mánuðir en skuldabréfið er á gjalddaga í lok árs 2029. Þeir sem lögðu sjóðnum til fé eru einkum fagfjárfestar og hafa margir hverjir fylgt Stefni í gegnum þá fjölmörgu lánasjóði sem Stefnir hefur starfrækt í hátt í tvo áratugi.
Stefnir stýrir nú um 25 ma.kr. í sérhæfðum sjóðum sem fjárfesta í lánum til fyrirtækja og sjáum við fram á að eignaflokkurinn muni stækka nokkuð á næstu misserum.
Anna Kristjánsdóttir leiðir teymi skráðra og óskráðra skuldabréfa hjá Stefni.
Fleiri fréttir
29.ágúst 2023
Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda
Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.
09.ágúst 2023
Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu
Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...
30.júní 2023
Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í þriðja sinn
Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 822 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 26,8 kr. á hlut eða 23,5% af heildarstærð sjóðsins...