Frétt
Nýr sjö milljarða sjóður hjá Stefni gefur út skuldabréf á First North
SÍL 2 hs, nýr lánasjóður í rekstri Stefnis kláraði fyrstu innköllun frá fjárfestum í síðustu viku með útgáfu skuldabréfs sem skráð var á First North. Fyrsta fjárfesting sjóðsins nam 3.170 m.kr. en áskriftarloforð sjóðsins eru 7 ma.kr. Sjóðurinn starfar á lánamarkaði til innlendra lögaðila og ávaxtar fjármuni með útgáfu skuldabréfs. Fjárfestingartímabil sjóðsins eru 30 mánuðir en skuldabréfið er á gjalddaga í lok árs 2029. Þeir sem lögðu sjóðnum til fé eru einkum fagfjárfestar og hafa margir hverjir fylgt Stefni í gegnum þá fjölmörgu lánasjóði sem Stefnir hefur starfrækt í hátt í tvo áratugi.
Stefnir stýrir nú um 25 ma.kr. í sérhæfðum sjóðum sem fjárfesta í lánum til fyrirtækja og sjáum við fram á að eignaflokkurinn muni stækka nokkuð á næstu misserum.
Anna Kristjánsdóttir leiðir teymi skráðra og óskráðra skuldabréfa hjá Stefni.
Fleiri fréttir
04.september 2024
Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 9. september
Engin þóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 30. ágúst 2024 til og með 9. september 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í Arion...
03.júlí 2024
Tímamót á fasteignamarkaði
Jón Finnbogason framkvæmdastjóri Stefnis ritaði grein sem Innherji birti en Alþingi hefur samþykkt nýja heimild fyrir lífeyrissjóði til að fjárfesta í...
02.júlí 2024
Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn
Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...