Frétt

19. apríl 2023

Arion banki og Stefnir styrkja Yrkju – sjóð æskunnar til ræktunar landsins

Arion banki og Stefnir styrkja Yrkju – sjóð æskunnar til ræktunar landsins

Arion banki og Stefnir styrktu nýverið Yrkju – sjóð æskunnar til ræktunar landsins um samtals fjórar milljónir króna. Styrkurinn verður nýttur til kaupa á trjáplöntum sem úthlutað verður til grunnskólabarna um land allt og munu þau sjá um að planta trjánum.

Yrkjusjóður var stofnaður 1990 fyrir tilstilli Vigdísar Finnbogadóttur sem er verndari sjóðsins. Á hverju ári síðustu 30 ár hafa um 10 þúsund nemendur um land allt plantað trjáplöntum fyrir tilstilli sjóðsins og er markmiðið að svo verði einnig í ár.

Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samstarfssamningsins. Á myndinni eru Jónatan Garðarsson, stjórnarformaður Skógræktarfélags Íslands, Andri Snær Magnason, stjórnarformaður Yrkjusjóðs, Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, Hlédís Sigurðardóttir, sjálfbærnistjóri Arion banka, og Dýri Kristjánsson, sjóðstjóri Stefnis – Grænavals.

 

Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...