Frétt

27. maí 2011

Sjóðir í rekstri Stefnis ljúka fjárfestingu í Högum.

Sjóðir í rekstri Stefnis ljúka fjárfestingu í Högum.
Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I (SIA I) hefur lokið fyrstu fjárfestingu sjóðsins ásamt hópi meðfjárfesta. Fjárfest var í 35,3% hlut í stærsta smásölufyrirtæki landsins, Högum, en seljandinn er Eignabjarg, dótturfélag Arion banka. Eignabjarg á eftir viðskiptin 64,1% af útistandandi hlutafé í Högum. Stofnað var sérstakt félag utan um kaupin, Búvellir slhf., sem er í eigu nokkurra lífeyrissjóða, sjóðanna Stefnis IS-5 og Stefnis - Samvals auk annarra fagfjárfesta. Búvellir á enn þá kauprétt á 10% af útgefnu hlutafé í Högum til viðbótar við þá hluti sem nú voru keyptir.

Kaupin gengu í gegn eftir að Samkeppniseftirlitið samþykkti breytt eignarhald á félaginu og þar með var síðasti fyrirvari í kaupsamningi uppfylltur. Bréfin hafa nú þegar verið afhent til nýrra eigenda og kosin hefur verið ný stjórn í Högum. Búvellir munu skipa tvo fulltrúa í stórn Haga en það eru þeir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson. Árni var kosinn stjórnarformaður nýrrar stjórnar.

Búvellir
Stærstu eigendur Búvalla eru Hagamelur ehf. (félag í eigu Hallbjörns Karlssonar, Árna Haukssonar, Sigurbjörns Þorkelssonar og Tryggingamiðstöðvarinnar), Gildi lífeyrissjóður, Stefnir íslenski athafnasjóðurinn I og fagfjárfestasjóðurinn Stefnir ÍS-5. Kaupin eru að fullu fjármögnuð með eiginfjárframlögum og enginn hlutur er stærri en svo að svari til 8,5% eignarhlutar í Högum.

Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I (SIA I)
SIA I er fagfjárfestasjóður undir stjórn rekstrarfélagsins Stefnis. Sjóðurinn fjárfestir í óskráðum íslenskum fyrirtækjum með það að markmiði að auka virði félaganna á um 2-5 árum. Heildarstærð sjóðsins er tæplega 3,4 milljarðar króna en sjóðnum var formlega lokað fyrir frekari áskriftarbeiðnum í mars síðastliðnum. Sjóðfélagar eru margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins en þeir standa á bakvið um 2/3 hluta sjóðsins. Restina skipa öflugir fagfjárfestar en saman myndar hópurinn sterkt fjárfestingarbandalag sem er vel í stakk búið að fjárfesta í áhugaverðum fyrirtækjum á Íslandi á næstu árum.
Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...