Frétt

14. maí 2021

Stefnir og Golfsamband Íslands í samstarf

Stefnir og Golfsamband Íslands í samstarf

Stefnir og Golfsamband Íslands skrifuðu undir samstarfssamning til þriggja ára á dögunum, en Stefnir er þar með fimmta fyrirtækið í GSÍ fjölskyldunni. Fulltrúar Stefnis og GSÍ hittust á Nesvelli þar sem undirritun samnings fór fram.

Það er mjög ánægjulegt vera orðin hluti af GSÍ fjölskyldunni. Golfíþróttin er í mikilli sókn hér á landi sem fjölskylduíþrótt og við erum stolt af því að fá að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu með áherslu á útivist, heilbrigði og umhverfismál,“ sagði Jóhann Möller framkvæmdastjóri Stefnis.

Brynjar Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ tók í sama streng: „Við hjá Golfsambandi Íslands hlökkum til að eiga í góðu samstarfi við Stefni til framtíðar og fögnum því að fyrirtækið taki þátt í að styrkja og styðja við golfhreyfinguna.

 

Frá vinstri: Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, Kristín María Þorsteinsdóttir, móta- og kynningarstjóri GSÍ, Jóhann G. Möller, framkvæmdastjóri Stefnis, Kristbjörg M. Kristinsdóttir, fjármálastjóri Stefnis. Mynd/seth@golf.is.

 

Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...