Frétt

14. maí 2021

Stefnir og Golfsamband Íslands í samstarf

Stefnir og Golfsamband Íslands skrifuðu undir samstarfssamning til þriggja ára á dögunum, en Stefnir er þar með fimmta fyrirtækið í GSÍ fjölskyldunni. Fulltrúar Stefnis og GSÍ hittust á Nesvelli þar sem undirritun samnings fór fram.

Það er mjög ánægjulegt vera orðin hluti af GSÍ fjölskyldunni. Golfíþróttin er í mikilli sókn hér á landi sem fjölskylduíþrótt og við erum stolt af því að fá að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu með áherslu á útivist, heilbrigði og umhverfismál,“ sagði Jóhann Möller framkvæmdastjóri Stefnis.

Brynjar Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ tók í sama streng: „Við hjá Golfsambandi Íslands hlökkum til að eiga í góðu samstarfi við Stefni til framtíðar og fögnum því að fyrirtækið taki þátt í að styrkja og styðja við golfhreyfinguna.

 

Frá vinstri: Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, Kristín María Þorsteinsdóttir, móta- og kynningarstjóri GSÍ, Jóhann G. Möller, framkvæmdastjóri Stefnis, Kristbjörg M. Kristinsdóttir, fjármálastjóri Stefnis. Mynd/seth@golf.is.

 

Til baka

Fleiri fréttir

30.júlí 2021

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir hf. styrkir eitt vinsælasta golfmót ársins, Einvígið á Nesinu, en mótið er góðgerðamót sem haldið er á vegum Nesklúbbsins á Seltjarnarnesi.

13.júlí 2021

Einfalt og öruggt að fjárfesta í sjóðum Stefnis í Arion appinu

Nú er mögulegt að fjárfesta í sjóðum Stefnis með nokkrum smellum í Arion appinu og fá góða heildarsýn, stöðu sjóða og hreyfingaryfirliti.

24.júní 2021

Stefnir – ÍS 15 verður Stefnir – Innlend hlutabréf hs.

Innlendi hlutabréfasjóðurinn Stefnir – ÍS 15 hefur fengið nýtt nafn Stefnir – Innlend hlutabréf hs. Er þetta gert til að heiti sjóðsins sé meira lýsandi fyrir...

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira