Frétt

14. desember 2022

Stefnir slítur SÍA I eftir sölu á hlut í Jarðborunum

Stefnir slítur SÍA I eftir sölu á hlut í Jarðborunum

Stefnir sleit í dag sjóðnum SÍA I sem hefur skilað hlutdeildarskírteinishöfum sínum rúmlega 17% ávöxtun á ári frá stofnun. Sjóðurinn var stofnaður árið 2011 og lauk fjárfestingartímabili sínu árið 2013. Á meðal fjárfestinga sjóðsins voru öflug rekstrarfélög eins og Hagar og Sjóvá en einnig Sjóklæðagerðin 66°N og Jarðboranir. Hagar og Sjóvá voru skráð í Kauphöllina þar sem þau hafa dafnað vel en aðrar fjárfestingar voru seldar til annarra fjárfesta.

„Það er ánægjulegt að greiða síðustu greiðslu til hlutdeildarskírteinishafa í dag úr sjóðnum SÍA I en með því lokum við okkar fyrsta kafla í sögu framtaksfjárfestinga hjá Stefni. Við hjá Stefni viljum þakka öllum þeim sem hafa komið að starfi sjóðsins, bæði starfsmönnum og stjórnendum þeirra félaga sem við höfum fjárfest í, okkar meðfjárfestum og hluthöfum fyrir þeirra framlag til þessarar farsælu vegferðar,“ segir Jón Finnbogason, framkvæmdastjóri Stefnis.

Framtakssjóðurinn SÍA I var brautryðjandi á tíma þar sem íslenskt efnahagslíf var að ná vopnum sínum á ný. Alls eru athafnasjóðir sem Stefnir hefur stofnað og rekið á tímabilinu fjórir talsins og hafa þeir samtals fjárfest í íslensku atvinnulífi fyrir 28 milljarða króna.

 

Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...