Frétt

20. desember 2022

Hrefna Ösp í stjórn Stefnis

Hrefna Ösp í stjórn Stefnis

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo var kosin í stjórn Stefnis þann 19. desember og tekur að sér varaformennsku en Sigrún Ragna Ólafsdóttir er stjórnarformaður Stefnis.

Hrefna hefur fjölbreytta reynslu af fjármálamarkaði og gegndi stöðu framkvæmdastjóra eignastýringar og miðlunar Landsbankans áður en hún ákvað að ganga til liðs við Creditinfo fyrir rúmu ári síðan. Hrefna starfaði hjá Landsbankanum frá árinu 2010 en áður hafði hún starfað sem sjóðstjóri hjá Arev-verbréfafyrirtæki og unnið hjá Kauphöll Íslands, Fjarvangi og Seðlabanka Íslands. Hrefna er viðskiptafræðingur með löggildingarpróf í verðbréfaviðskiptum.

 

Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...