Frétt

30. júní 2023

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í þriðja sinn

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í þriðja sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 822 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 26,8 kr. á hlut eða 23,5% af heildarstærð sjóðsins. Sjóðurinn er sá eini sinnar tegundar hér á landi sem greiðir uppsafnaðar arðgreiðslur til sjóðfélaga einu sinni á ári.

Arðgreiðslur félaga í eigu sjóðsins voru óvenju miklar þetta árið og munar þar mest um arðgreiðslur frá Origo vegna sölu á Tempo og frá Símanum vegna sölu á Mílu. Arðgreiðslur vegna þessara tveggja félaga telja tæplega 90% af öllum arði til sjóðsins á nýliðnu arðgreiðslutímabili.

Helstu kostir Stefnis – Arðgreiðslusjóðs
  1. Sjóðurinn býður upp á að kaupa í félögum sem sögulega hafa greitt arð í einu.
  2. Útgreiðsla arðs er einu sinni á ári.
  3. Að eiga í Stefni - Arðgreiðslusjóði auðveldar gerð á skattskýrslu þar sem ekki þarf að færa inn kaup og sölur í einstökum félögum og færa marga arðmiða.
  4. Auðvelt er að stýra því hvernig arðgreiðslan er greidd til hlutdeildarskírteinishafa.

Stefnir - Arðgreiðslusjóður er ólíkur hefðbundnum hlutabréfasjóðum að því leyti að arður er greiddur til hlutdeildarskírteinishafa. Félögin sem sjóðurinn á í ráðstafa afkomu sinni að einhverju leyti með greiðslu til hluthafa í formi arðgreiðslna. Því fær sjóðurinn greiddan arð sem hann svo skilar til hlutdeildarskírteinishafa á hverju ári.

Sjóðurinn fjárfestir í félögum sem hafa sögulega greitt arð og/eða eru líkleg til að greiða arð innan 12 mánaða. Sjóðurinn tekur fyrst og fremst stöður í hlutabréfum íslenskra hlutafélaga og hlutafélaga með starfsemi á Íslandi, sem skráð eru í NASDAQ OMX Nordic Iceland, First North markaðnum, eða annarri viðurkenndri kauphöll eða markaðstorgi fjármálagerninga.

Hagnaður af innlausn hlutdeildarskírteina sjóðsins er skattskyldur á Íslandi og fer um skattskyldu hagnaðar samkvæmt lögum um tekjuskatt nr. 90/2003 og staðgreiðslu samkvæmt lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Um frekari skattlagningu getur verið að ræða. Fjármagnstekjuskattur reiknast þegar hlutdeildarskírteini eru seld með hagnaði eða þegar arður er greiddur af hlutdeildarskírteinum. Varðandi aðila búsetta í öðrum löndum en á Íslandi er athygli vakin á að kanna hvort um sé að ræða skattlagningu umfram þá sem er á Íslandi.

Hvenær fæ ég arðinn?

Arður er greiddur seinasta dag júnímánaðar ár hvert og er hann greiddur á vörslusafn eiganda. Hægt er að fá arðinn greiddan sjálfkrafa á bankareikning og má finna upplýsingar um ferlið hér.

Þarf ég að eiga í sjóðnum í heilt ár?

Nei, allir sem eiga hlutdeildarskírteini í Stefni – Arðgreiðslusjóði í dagslok þann 28. júní fá greiddan arð á seinasta degi júnímánaðar.

 

Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...