UN PRI

Stefnir er aðili að PRI, reglum um ábyrgar fjárfestingar. Reglurnar voru þróaðar af alþjóðlegum hópi stofnanafjárfesta og endurspegla þær mikilvægi umhverfisþátta, samfélagsþátta og stjórnarhátta í fjárfestingarferli fjárfesta. Aðalritari sameinuðu þjóðanna stóð fyrir samantekt reglnanna.

„Með undirritun reglnanna skuldbindum við okkur sem fjárfestar að opinberlega innleiða og útfæra reglurnar, innan okkar umboðsskyldu. Við höfum einnig skuldbundið okkur til að mæla árangur og bæta innihald reglnanna yfir tíma. Við trúum að þetta muni bæta okkar getu til að mæta skuldbindingum okkar gagnvart mótaðilum og á sama tíma samstilla okkar fjárfestingarstarfsemi við heildar hagsmuni samfélagins.„ 

Stefna um ábyrgar fjárfestingar

 


Undirritaðar reglur af hálfu Stefnis.