Frétt
Reglubreytingar sjóðanna Eignaval A, Eignaval B, Eignaval C og Eignaval Hlutabréf
Stefnir hefur sent hlutdeildarskírteinishöfum bréf vegna breytinga á reglum nokkurra sjóða. Algengum spurningum sem vakna við móttöku slíks bréf er svarað hér fyrir neðan.
Ef þú hefur frekari spurningar þá vinsamlega hafðu samband við verðbréfaþjónustu Arion banka í gegnum netfangið verdbrefathjonusta@arionbanki.is, í síma 444-7000 eða hjá þínum viðskiptastjóra í Einkabankaþjónustu.
Af hverju fæ ég bréf frá Stefni?
Þú átt eign í þeim sjóði sem kemur fram í bréfinu. Stefni ber skylda til að upplýsa þig um breytingar sem eru gerðar á fjárfestingarheimildum sjóðsins.
Af hverju er verið að breyta fjárfestingarheimildum sjóðsins?
Fjárfestingarheimildir sjóða eru í stöðugri endurskoðun hjá Stefni samhliða breytingum á efnahagsumhverfi innanlands og erlendis. Við bætum þess vegna við fjárfestingarkostum sem við teljum henta sjóðnum á meðan við drögum úr eða takmörkum aðra fjárfestingarkosti. Allar breytingar eru gerðar innan hlutfallsskiptingar eignaflokka sjóðanna svo í flestum tilfellum er verið að skerpa á því í hverju er heimilt að fjárfesta innan eignaflokka s.s. skuldabréfa, hlutabréfa eða annarra fjárfestinga.
Hvar get ég séð fjárfestingarheimildir í mínum sjóði?
Á upplýsingablöðum sjóðanna sem gefin eru út mánaðarlega er að finna töflu sem inniheldur þær fjárfestingarheimildir sem unnið er eftir við stýringu á sjóðunum. Á upplýsingablöðunum er einnig að finna eignaskiptingu, ávöxtun og aðrar upplýsingar um sjóðinn. Reglurnar í heild er svo að finna í útboðslýsingum sjóðanna sem eru í hlekk í hægra horni upplýsingablaðsins.
Upplýsingablöð:
Fjölda annarra spurninga er svarað á heimasíðu Stefnis undir spurt og svarað.
Fleiri fréttir
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...