Frétt

11. október 2018

Reglubreytingar sjóðanna Eignaval A, Eignaval B, Eignaval C og Eignaval Hlutabréf

Reglubreytingar sjóðanna Eignaval A, Eignaval B, Eignaval C og Eignaval Hlutabréf

Stefnir hefur sent hlutdeildarskírteinishöfum bréf vegna breytinga á reglum nokkurra sjóða. Algengum spurningum sem vakna við móttöku slíks bréf er svarað hér fyrir neðan.

Ef þú hefur frekari spurningar þá vinsamlega hafðu samband við verðbréfaþjónustu Arion banka í gegnum netfangið verdbrefathjonusta@arionbanki.is, í síma 444-7000 eða hjá þínum viðskiptastjóra í Einkabankaþjónustu.

Af hverju fæ ég bréf frá Stefni?

Þú átt eign í þeim sjóði sem kemur fram í bréfinu. Stefni ber skylda til að upplýsa þig um breytingar sem eru gerðar á fjárfestingarheimildum sjóðsins.

Af hverju er verið að breyta fjárfestingarheimildum sjóðsins?

Fjárfestingarheimildir sjóða eru í stöðugri endurskoðun hjá Stefni samhliða breytingum á efnahagsumhverfi innanlands og erlendis. Við bætum þess vegna við fjárfestingarkostum sem við teljum henta sjóðnum á meðan við drögum úr eða takmörkum aðra fjárfestingarkosti. Allar breytingar eru gerðar innan hlutfallsskiptingar eignaflokka sjóðanna svo í flestum tilfellum er verið að skerpa á því í hverju er heimilt að fjárfesta innan eignaflokka s.s. skuldabréfa, hlutabréfa eða annarra fjárfestinga.

Hvar get ég séð fjárfestingarheimildir í mínum sjóði?

Á upplýsingablöðum sjóðanna sem gefin eru út mánaðarlega er að finna töflu sem inniheldur þær fjárfestingarheimildir sem unnið er eftir við stýringu á sjóðunum. Á upplýsingablöðunum er einnig að finna eignaskiptingu, ávöxtun og aðrar upplýsingar um sjóðinn. Reglurnar í heild er svo að finna í útboðslýsingum sjóðanna sem eru í hlekk í hægra horni upplýsingablaðsins.

Upplýsingablöð:

Fjölda annarra spurninga er svarað á heimasíðu Stefnis undir spurt og svarað.

Til baka

Fleiri fréttir

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...

30.janúar 2025

Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.

Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...