Frétt

15. apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert afgreiðslugjald er tekið af viðskiptum. Kjósi viðskiptavinir hins vegar að framkvæma viðskiptin í gegnum síma eða í útibúi Arion banka þá er tekið afgreiðslugjald. Jafnframt er ekki lengur gerð krafa um lágmarksupphæð viðskipta í stökum sjóðum eða í áskrift óháð því hvernig viðskiptin eiga sér stað. Þannig er nú hagkvæmara og einfaldara en nokkru sinni að spara með því að fjárfesta í sjóðum Stefnis eða með því að hefja reglulegan sparnað í gegnum áskrift með stafrænum hætti.

Stefnir hefur upp á að bjóða eitt fjölbreyttasta sjóðaúrval hér á landi. Allir sem vilja ávaxta fé sitt ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem það eru skuldabréfasjóðir, innlendir eða erlendir hlutabréfasjóðir, blandaðir sjóðir eða sjóðir á sviði sjálfbærni. Þar sem ekki er gerð krafa um lágmarksupphæð þá getur hver og einn fjárfest fyrir þá upphæð sem hentar best, hvort sem hún er stór eða smá.

 

Til baka

Fleiri fréttir

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...